David Moyes horfði á lið sitt Real Sociedad gera markalaust jafntefli á útivelli gegn Deportivo La Coruna í fyrsta leik sínum við stjórnvölinn í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Alfreð Finnbogason kom ekki inn á sem varamaður fyrr en á 87. mínútu þó lítið gengi upp í sóknarleik liðsins en tölvuert lá á liðinu í seinni hálfleik eftir fjörugan fyrir hálfleik.
Alfreð fékk ekki úr neinu að moða þær fáu mínútur sem hann lék fyrir lið sitt.
Bæði lið eru með tíu stig í 12 leikjum. Sociedad í 14. sæti og LA Coruna sæti neðar.
Markalaust í fyrsta leik David Moyes | Alfreð lék síðustu mínúturnar
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
