Eyðijörð á Vestfjörðum orðin að frístundabýli Kristján Már Unnarsson skrifar 24. nóvember 2014 20:30 Afskekkt eyðibýli, sem áður dröbbuðust niður sökum þess að enginn vildi búa þar, hafa hvert af öðru lifnað á ný þegar borgarbúar, gjarnan afkomendur síðustu bænda, uppgötva þau sem verðmætar uppsprettur gæðastunda í frítíma. Eitt dæmi um þetta frá Vestfjörðum var sýnt í fréttum Stöðvar 2, jörðin Bær á Bæjarnesi við norðanverðan Breiðafjörð, en þaðan er um tveggja stunda akstur í næstu verslun. Bær á Bæjarnesi fór í eyði árið 1962 og var gamla íbúðarhúsið komið í niðurníðslu þegar hjónin Hjalti Einarsson og Kristjana G. Jóhannesdóttir fóru að gera það upp fyrir rúmum tuttugu árum. Kristjana er fædd og uppalin á Bæ en Hjalti er frá Reyðará á Siglunesi. Þau giska á að þau verji um 40 dögum þar á hverju sumri. Það breyti engu þótt langt sé í þjónustu og stundum rok og rigning.Hjalti Einarsson og Kristjana G. Jóhannesdóttir á veröndinni á Bæ á Bæjarnesi. Mynni Kollafjarðar í baksýn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þarna er Hjalti með sitt eigið verkstæði í skemmu en hjónin hafa nú eftirlátið börnum sínum rekstur Vélaverkstæðis Hjalta Einarssonar, sem þau stofnuðu í bílskúr í Hafnarfirði fyrir 43 árum. Það er nú orðið 550 manna fyrirtæki, og það stærsta á sínu sviði á Íslandi. Nánar verður rætt við Hjalta og Kristjönu og fjallað um lífið á Bæjarnesi fyrr og nú í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, kl. 19.25.Íbúðarhúsið á Bæ. Búsetu lauk þar árið 1962.Mynd/Úr einkasafni. Hafnarfjörður Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Brunabíll Kvígindisfjarðar sprautar 50 metra bunu Slökkvilið Kvígindisfjarðar hefur yfir að ráða öflugum slökkvibíl, með sprautubyssu sem dregur tugi metra. 18. nóvember 2014 20:45 Fyrstu sjónvarpsmyndir sýndar úr Kvígindisfirði Samt rísa þar nú fleiri íbúðarhús en annarsstaðar á Vestfjörðum. 17. nóvember 2014 19:00 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Afskekkt eyðibýli, sem áður dröbbuðust niður sökum þess að enginn vildi búa þar, hafa hvert af öðru lifnað á ný þegar borgarbúar, gjarnan afkomendur síðustu bænda, uppgötva þau sem verðmætar uppsprettur gæðastunda í frítíma. Eitt dæmi um þetta frá Vestfjörðum var sýnt í fréttum Stöðvar 2, jörðin Bær á Bæjarnesi við norðanverðan Breiðafjörð, en þaðan er um tveggja stunda akstur í næstu verslun. Bær á Bæjarnesi fór í eyði árið 1962 og var gamla íbúðarhúsið komið í niðurníðslu þegar hjónin Hjalti Einarsson og Kristjana G. Jóhannesdóttir fóru að gera það upp fyrir rúmum tuttugu árum. Kristjana er fædd og uppalin á Bæ en Hjalti er frá Reyðará á Siglunesi. Þau giska á að þau verji um 40 dögum þar á hverju sumri. Það breyti engu þótt langt sé í þjónustu og stundum rok og rigning.Hjalti Einarsson og Kristjana G. Jóhannesdóttir á veröndinni á Bæ á Bæjarnesi. Mynni Kollafjarðar í baksýn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þarna er Hjalti með sitt eigið verkstæði í skemmu en hjónin hafa nú eftirlátið börnum sínum rekstur Vélaverkstæðis Hjalta Einarssonar, sem þau stofnuðu í bílskúr í Hafnarfirði fyrir 43 árum. Það er nú orðið 550 manna fyrirtæki, og það stærsta á sínu sviði á Íslandi. Nánar verður rætt við Hjalta og Kristjönu og fjallað um lífið á Bæjarnesi fyrr og nú í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, kl. 19.25.Íbúðarhúsið á Bæ. Búsetu lauk þar árið 1962.Mynd/Úr einkasafni.
Hafnarfjörður Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Brunabíll Kvígindisfjarðar sprautar 50 metra bunu Slökkvilið Kvígindisfjarðar hefur yfir að ráða öflugum slökkvibíl, með sprautubyssu sem dregur tugi metra. 18. nóvember 2014 20:45 Fyrstu sjónvarpsmyndir sýndar úr Kvígindisfirði Samt rísa þar nú fleiri íbúðarhús en annarsstaðar á Vestfjörðum. 17. nóvember 2014 19:00 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Brunabíll Kvígindisfjarðar sprautar 50 metra bunu Slökkvilið Kvígindisfjarðar hefur yfir að ráða öflugum slökkvibíl, með sprautubyssu sem dregur tugi metra. 18. nóvember 2014 20:45
Fyrstu sjónvarpsmyndir sýndar úr Kvígindisfirði Samt rísa þar nú fleiri íbúðarhús en annarsstaðar á Vestfjörðum. 17. nóvember 2014 19:00