Haukamaðurinn Hjálmar Stefánsson sýndi mögnuð tilþrif þegar hann varði skot Michael Craion, KR, í leik liðanna í DHL-höllinni í kvöld.
KR-ingar höfðu þó betur að lokum og eru með fullt hús stiga á Domino's-deildar karla. Haukar, sem unnu fyrstu fjóra leiki tímabilsins, hafa gefið eftir að undanförnu og urðu að játa sig sigraða í kvöld.
Myndband af vörslu Hjálmars má sjá í meðfylgjandi myndbandi.
Mögnuð tilþrif Hjálmars gegn KR | Myndband
Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Haukar 93-78 | Fátt virðist geta stöðvað KR
KR er enn með fullt hús stiga á toppi Dominos deildar karla í körfubolta eftir öruggan 93-78 sigur á Haukum á heimavelli sínum í kvöld.