Með markinu kom hann Barcelona í 2-0 forystu gegn kýpverska liðinu APOEL í Meistaradeild Evrópu í kvöld en í síðustu umferð jafnaði hann met Spánverjans Raul.
Cristiano Ronaldo er svo skammt undan með 70 mörk en það er Messi sem situr einn að metinu í kvöld.
Þess má geta að Messi varð um helgina markahæsti leikmaður í sögu spænsku úrvalsdeildarinnar.
Uppfært: Messi skoraði þrennu í leiknum og er því kominn með 74 mörk alls.