Mengunarmörk Evrópusambandsins tilkynnt í næsta mánuði Finnur Thorlacius skrifar 28. nóvember 2014 09:52 Bílaframleiðendur óttast mjög strangar reglur Evrópusambandsins um hámarks mengun bíla. Von er á nýrri lagasetningu frá Evrópusambandinu í desember varðandi þau mengunarmörk sem bílaframleiðendum verður sett eftir árið 2021. Óttast bílaframleiðendur að kröfur þess verði þeim mjög íþyngjandi og hafa þeir sagt að þörf sé á meiri aðlögunartíma til að uppföllu þau metnaðarfullu mörk um mengun sem Evrópusambandið setur þeim. Núverandi mörk á meðalmengun framleiðslubíla allra evrópskra bílaframleiðenda árið 2021 er 95 g/km af CO2 og hefur lækkað frá 132 g/km frá árinu 2012. Þau bílafyrirtæki sem ekki hlíða þessum reglum verða sektuð stórlega. Evrópuþingið hefur nú þegar samþykkt ráðgefandi markmið um 68-78 g/km fyrir árið 2025. Bílaframleiðendur hafa bent á að óraunhæft sé að setja lægra markmið en 75 g/km fyrir árið 2030, en ekki 2025. Hafa þeir bent á að þróun bíla með óhefðbundnum drifrásum, svo sem Hybrid bílum, vetnisbílum og rafmagnsbílum, sé ekki komin nægilega langt til að mæta þessum kröfum, en þær séu svo strangar að flestir bílar þurfi að vera með þeim hætti til að mæta þeim. Vonir bílaframleiðenda snúast ekki síst um að næstu mörk verði miðuð við árið 2030, en ekki 2025, svo þeim gefist tími til að þróa bíla sína með svo lágum mengunartölum sem víst er að Evrópusambandið muni setja þeim. Bílaframleiðendur hafa oft bent á að þær ströngu kröfur sem Evrópusambandið setur þeim gæti leitt til þess að bílar þeirra verði ósamkeppnishæfir á mörkuðum utan Evrópu vegna hás þróunarkostnaðar þeirra. Rýmri mengunarstaðlar í öðrum heimsálfum gæfi því framleiðendum þar forskot sem erfitt yrði að berjast við. Á þetta sjónarmið hefur lítt verið hlustað á hingað til og óttast bílaframleiðendur mjög óbilgyrni Evrópusambandsins. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent
Von er á nýrri lagasetningu frá Evrópusambandinu í desember varðandi þau mengunarmörk sem bílaframleiðendum verður sett eftir árið 2021. Óttast bílaframleiðendur að kröfur þess verði þeim mjög íþyngjandi og hafa þeir sagt að þörf sé á meiri aðlögunartíma til að uppföllu þau metnaðarfullu mörk um mengun sem Evrópusambandið setur þeim. Núverandi mörk á meðalmengun framleiðslubíla allra evrópskra bílaframleiðenda árið 2021 er 95 g/km af CO2 og hefur lækkað frá 132 g/km frá árinu 2012. Þau bílafyrirtæki sem ekki hlíða þessum reglum verða sektuð stórlega. Evrópuþingið hefur nú þegar samþykkt ráðgefandi markmið um 68-78 g/km fyrir árið 2025. Bílaframleiðendur hafa bent á að óraunhæft sé að setja lægra markmið en 75 g/km fyrir árið 2030, en ekki 2025. Hafa þeir bent á að þróun bíla með óhefðbundnum drifrásum, svo sem Hybrid bílum, vetnisbílum og rafmagnsbílum, sé ekki komin nægilega langt til að mæta þessum kröfum, en þær séu svo strangar að flestir bílar þurfi að vera með þeim hætti til að mæta þeim. Vonir bílaframleiðenda snúast ekki síst um að næstu mörk verði miðuð við árið 2030, en ekki 2025, svo þeim gefist tími til að þróa bíla sína með svo lágum mengunartölum sem víst er að Evrópusambandið muni setja þeim. Bílaframleiðendur hafa oft bent á að þær ströngu kröfur sem Evrópusambandið setur þeim gæti leitt til þess að bílar þeirra verði ósamkeppnishæfir á mörkuðum utan Evrópu vegna hás þróunarkostnaðar þeirra. Rýmri mengunarstaðlar í öðrum heimsálfum gæfi því framleiðendum þar forskot sem erfitt yrði að berjast við. Á þetta sjónarmið hefur lítt verið hlustað á hingað til og óttast bílaframleiðendur mjög óbilgyrni Evrópusambandsins.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent