Þetta eru fimm bestu ísbúðir landsins Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 12:57 Við Íslendingar megum eiga það að við elskum ís - sama hvernig veðrið er. Því ákvað Lífið á Vísi að leita til valinkunnra álitsgjafa til að velja bestu ísbúðina á landinu. Brynjuís á Akureyri sigraði með yfirburðum en baráttan um annað og þriðja sætið var gríðarlega hörð. Hún endaði þannig að Ísbúðin Valdís hreppti annað sætið með einu atkvæði fram yfir Ísbúð Vesturbæjar.1. sæti:Brynjuís „Besti bragðarefurinn á landinu með hvítum Brynjuís, ferskum jarðarberjum, myntukúlum og Snickers. Ekki skemmir þegar Brynja sjálf afgreiðir mann, það er alltaf trausvekjandi þegar eigandinn stendur vaktina. Brynjuís er líka hverfisverslun Innbæinga og því er skemmtilegur kjörbúðarandi sem fylgir því að sjá bjúgu, kæfu og súrmjólk í hillunum í kringum ísvélarnar.“ „Það er einhver nostalgía tengd þessari ísbúð. Ponsu lítil og alltaf eins. Allt gott við hana, nema röðin sem nær út á götu á sólríkum dögum.“ „Brynja á Akureyri - klikkar ekki. „Ég borða aldrei ís, enda er hann dísætur, fitandi og meinóhollur, nema þegar ég er á Akureyri og þá kemur Brynja drottning vitaskuld ein til greina. Ísinn þar er ferskur og svalandi, uppskriftin er æðisleg. Og svo er nostalgían kringum Brynju-ísinnn vitaskuld óviðjafnanleg og til háborinnar fyrirmyndar... fyrir okkur Akureyringa.“ „Vanillubragðið og áferðin á gamla ísnum vekur mikla lukku hjá bragðlaukum mínum. Án efa uppáhaldsísbúðin mín.“ „Ísbúðin Brynja á Akureyri er á nokkurs vafa Mekka þeirra ísunnenda sem þrá ekkert meira en hreinræktuð gæði í fullkomnum einfaldleika, ekkert krap bara góður ís.“ „Eina ísbúðin sem ég versla í er Brynjuís á Akureyri og þá fæ ég mér alltaf súkkulaði- og jarðaberjaís. Það gerir æskunostalgían, ég hef ekki löngun í neitt annað.“ „Enginn ís kemst nálægt þessum ís.“2. sæti:Valdís „Þar fær maður valkvíða af úrvalinu sem er í boði og það hlýtur að vera kostur.“ „Það er bara hægt að lofsyngja þessa ísbúð. Vöffluformin hljóta að vera hönnuð af ömmuher því heimabakaða hamingjan skín gegnum hvern stökka bita. Svo er ís úrvalið ótrúlegt Valkvíði dauðans fylgir hverri heimsókn, þar sem bæði er alltaf er eitthvað nýtt og ævintýralegt á boðstólum meðan gömlu tegundinar táldraga mann í nautnasama upprifjun.“ „Þar sem ég er ofsalega lítið fyrir þennan venjulega ís og hef aldrei skilið ísbrjálæði vinkvenna minna (nefni engin nöfn) og að fólk leggi það á sig að standa úti í röð fyrir einn ís þá verð ég nú að játa það að tilkoma Valdísar gladdi mig og sælkerann sem inní mér býr mikið. Þar má finna bragðtegundir eins og kaffi, lakkrís, kókos...þarf að segja meira!“ „Á alltaf erfitt með að velja og langar helst í eina kúlu af öllu.“ „Valdís ber af meðal ísbúða. Þar er ítalskur ís búinn til frá grunni og þótt úrvalið sé ætíð nýstárleg er passað upp á að klassík eins og kókosís og sítrónuís séu fáanlegir hvern dag." „Fyrir nammigrísina þá er Valdís náttúrulega frábært fyrsta stopp. Ótrúlega fjölbreyttar bragðtegundir í boði sem flestar skilja mann eftir með bros á vör og hinar eru þá bara ævintýri. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að þolinmæði er nauðsynleg dyggð þegar Valdís er sótt heim þar sem þar er undantekningarlaust röð út úr dyrum.“ „Hamingja í vöffluformi. Eina vandamálið er valkvíðinn við að takmarka sig við þrjár kúlur.“ „Valdís, mismunandi braðtegundur, heit og nýbökuð vöffluformin með súkkulaði fyllingu. Starfsfólkið alltaf jákvætt og góður andi, hlusta á óskir viðskiptavina og alltaf að prófa nýjar ístegundir.“3. sæti:Ísbúð Vesturbæjar „Ísbúð Vesturbæjar er með besta bragðaref à landinu, þó það mætti vera sérröð fyrir þá sem ætla að fá sér svona tímafrekan ís.“ „Þegar Sálin hans Jóns míns söng: „Hver er orginal", þá voru þeir að leita að svarinu: „Ísbúð Vesturbæjar á Hagamel". Maður fer bara þarna af einni ástæðu. Gamli ísinn. Sósunar eru slappar, kurlið þurrt, en það skiptir engu máli því ekkert er gómsætara en Gamli ísinn, sem er svo kaldur að maður er heppinn ef heilahvelin starfa rétt næsta sólarhring eftir neyslu.“ „Þetta er langbesta ísbúðin að mínu mati. Ástæðan er einfaldlega sú að ísblandan er engri lík, köld, góð og ekki rjómakennd. Úrvalið í braðarefinn, sem er mitt uppáhald, er einnig rosalega mikið, áhugavert og gott. Svo er þjónustan líka alltaf hröð og góð.“ „Gamli ísinn í Ísbúð Vesturbæjar klikkar ekki. Svo svalur og ferskur. Bestur með lúxusdýfu.“ „Að sjálfsögðu er gamli ísinn málið og er góður í öllum gerðum, hvort sem það er shake, hreinn í brauðformi, með heitri karamellusósu eða í bragðaref. Að setja hnetusmjör í bragðarefinn með gamla ísnum úr ísbúð Vesturbæjar er besta mataruppfinningin síðan bernaise sósan var fundin upp.“ „Gamli ísinn er sá allra besti og ef þú vilt slá í gegn á stefnumóti þá býður þú í Vesturbæjarís. Ef aðilinn er ekki sáttur var hvort eð er engin von. Það er bara eitthvað „off“ við þá sem elska ekki Vesturbæjarís.“ „Ísinn sjálfur er mjög góð blanda, gamli ísinn það er að segja. Nægt úrval af nammi í bragðarefina og svo er ísinn alltaf vel útlátinn, maður fær alltaf meira en maður borgar fyrir. Svo skemmir ekki fyrir að afgreiðsludömurnar eru alltaf hressar þó það sé stundum brjálað að gera. Fátt betra en Vesturbæjarís í eftirrétt!“4. sæti:Paradís „Ég sver að það eru eiturlyf í þessum ís! Hann er ávanabindandi!“ „Ísbúðin Paradís kom mér skemmtilega á óvart. Bragðtegundirnar sem eru í boði hverju sinni eru skemmtilega freistandi og bragðið er mikið og gott, sem mér finnst vanta hjá mörgum öðrum ísbúðum.“ „Starfsfólkið er alltaf í stuði og ísinn alltaf ferskur! Mmmmm...nú langar mig í ís!“5. sæti:Yo Yo „Yo Yo ísbúðin á Nýbílavegi er í miklu uppáhaldi. Maður fær að gera allt sjálfur sem er geðveikt. Annað sem er frábært þar er að starfsfólkið er vel upplýst um ofnæmisvalda og í hverju eru hnetur og möndlur og annað sem er í mínu tilviki mjög mikilvægt.“ „Yo Yo ískeðjan höfðar líka til mín en gallinn við hana er að óhoflegt magn af nammi á það til að slysast í ísboxið.“Þessar ísbúðir voru einnig nefndar:Ísbúðin Háaleitisbraut, Ísbúðin við Laugalæk, Badabing, Erluís, Ísgerðin.Álitsgjafar:Gunnar B. „Gussi“ Guðbjörnsson, kvikmyndagerðarmaður, Roald Viðar Eyvindsson, ritstjóri og skríbent, Ingibjörg Reynisdóttir, rithöfundur og leikkona, Kristinn Björgúlfsson, framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands og G-Form á Íslandi, Sveinn H. Guðmarsson, fréttamaður á RÚV, Indíana Hreinsdóttir, blaðakona, Ævar Þór Benediktsson, leikari og vísindamaður, Ragnar Eyþórsson, klippari og framleiðandi, Kolbrún Pálína Helgadóttir, upplýsinga- og markaðsfulltrúi Sporthússins, Stefán Hrafn Hagalín, mannauðs- og markaðsstjóri hjá Odda, Hildur Hlín Jónsdóttir, margmiðlunarhönnuður, Þóra Karítas, leikkona, Laila Sæunn Pétursdóttir, markaðssnillingur hjá laila.is, Erna Kristín Blöndal, lögfræðingur, Björn Teitsson, matargagnrýnandi, Sandra Hlín Guðmundsdóttir, mastersnemi í náms-og starfsráðgjöf, María Kristjánsdóttir, flugfreyja og sælkeri, Hannes Rúnar Hannesson, sölu- og þjónustustjóri Fjölmiðlavaktarinnar, Jan Hermann Erlingsson, bankastarfsmaður, María Guðjónsdóttir, lögfræðingur, Kristján Freyr Kristjánsson, framkvæmdastjóri íslenskra viðskipta hjá Meniga, Marta Kristín Jónsdóttir, Thelma Þorbergsdóttir, félagsráðgjafi, rithöfundur og sælkeri, Rögnvaldur Már Helgason, fréttamaður á RÚV. Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Við Íslendingar megum eiga það að við elskum ís - sama hvernig veðrið er. Því ákvað Lífið á Vísi að leita til valinkunnra álitsgjafa til að velja bestu ísbúðina á landinu. Brynjuís á Akureyri sigraði með yfirburðum en baráttan um annað og þriðja sætið var gríðarlega hörð. Hún endaði þannig að Ísbúðin Valdís hreppti annað sætið með einu atkvæði fram yfir Ísbúð Vesturbæjar.1. sæti:Brynjuís „Besti bragðarefurinn á landinu með hvítum Brynjuís, ferskum jarðarberjum, myntukúlum og Snickers. Ekki skemmir þegar Brynja sjálf afgreiðir mann, það er alltaf trausvekjandi þegar eigandinn stendur vaktina. Brynjuís er líka hverfisverslun Innbæinga og því er skemmtilegur kjörbúðarandi sem fylgir því að sjá bjúgu, kæfu og súrmjólk í hillunum í kringum ísvélarnar.“ „Það er einhver nostalgía tengd þessari ísbúð. Ponsu lítil og alltaf eins. Allt gott við hana, nema röðin sem nær út á götu á sólríkum dögum.“ „Brynja á Akureyri - klikkar ekki. „Ég borða aldrei ís, enda er hann dísætur, fitandi og meinóhollur, nema þegar ég er á Akureyri og þá kemur Brynja drottning vitaskuld ein til greina. Ísinn þar er ferskur og svalandi, uppskriftin er æðisleg. Og svo er nostalgían kringum Brynju-ísinnn vitaskuld óviðjafnanleg og til háborinnar fyrirmyndar... fyrir okkur Akureyringa.“ „Vanillubragðið og áferðin á gamla ísnum vekur mikla lukku hjá bragðlaukum mínum. Án efa uppáhaldsísbúðin mín.“ „Ísbúðin Brynja á Akureyri er á nokkurs vafa Mekka þeirra ísunnenda sem þrá ekkert meira en hreinræktuð gæði í fullkomnum einfaldleika, ekkert krap bara góður ís.“ „Eina ísbúðin sem ég versla í er Brynjuís á Akureyri og þá fæ ég mér alltaf súkkulaði- og jarðaberjaís. Það gerir æskunostalgían, ég hef ekki löngun í neitt annað.“ „Enginn ís kemst nálægt þessum ís.“2. sæti:Valdís „Þar fær maður valkvíða af úrvalinu sem er í boði og það hlýtur að vera kostur.“ „Það er bara hægt að lofsyngja þessa ísbúð. Vöffluformin hljóta að vera hönnuð af ömmuher því heimabakaða hamingjan skín gegnum hvern stökka bita. Svo er ís úrvalið ótrúlegt Valkvíði dauðans fylgir hverri heimsókn, þar sem bæði er alltaf er eitthvað nýtt og ævintýralegt á boðstólum meðan gömlu tegundinar táldraga mann í nautnasama upprifjun.“ „Þar sem ég er ofsalega lítið fyrir þennan venjulega ís og hef aldrei skilið ísbrjálæði vinkvenna minna (nefni engin nöfn) og að fólk leggi það á sig að standa úti í röð fyrir einn ís þá verð ég nú að játa það að tilkoma Valdísar gladdi mig og sælkerann sem inní mér býr mikið. Þar má finna bragðtegundir eins og kaffi, lakkrís, kókos...þarf að segja meira!“ „Á alltaf erfitt með að velja og langar helst í eina kúlu af öllu.“ „Valdís ber af meðal ísbúða. Þar er ítalskur ís búinn til frá grunni og þótt úrvalið sé ætíð nýstárleg er passað upp á að klassík eins og kókosís og sítrónuís séu fáanlegir hvern dag." „Fyrir nammigrísina þá er Valdís náttúrulega frábært fyrsta stopp. Ótrúlega fjölbreyttar bragðtegundir í boði sem flestar skilja mann eftir með bros á vör og hinar eru þá bara ævintýri. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að þolinmæði er nauðsynleg dyggð þegar Valdís er sótt heim þar sem þar er undantekningarlaust röð út úr dyrum.“ „Hamingja í vöffluformi. Eina vandamálið er valkvíðinn við að takmarka sig við þrjár kúlur.“ „Valdís, mismunandi braðtegundur, heit og nýbökuð vöffluformin með súkkulaði fyllingu. Starfsfólkið alltaf jákvætt og góður andi, hlusta á óskir viðskiptavina og alltaf að prófa nýjar ístegundir.“3. sæti:Ísbúð Vesturbæjar „Ísbúð Vesturbæjar er með besta bragðaref à landinu, þó það mætti vera sérröð fyrir þá sem ætla að fá sér svona tímafrekan ís.“ „Þegar Sálin hans Jóns míns söng: „Hver er orginal", þá voru þeir að leita að svarinu: „Ísbúð Vesturbæjar á Hagamel". Maður fer bara þarna af einni ástæðu. Gamli ísinn. Sósunar eru slappar, kurlið þurrt, en það skiptir engu máli því ekkert er gómsætara en Gamli ísinn, sem er svo kaldur að maður er heppinn ef heilahvelin starfa rétt næsta sólarhring eftir neyslu.“ „Þetta er langbesta ísbúðin að mínu mati. Ástæðan er einfaldlega sú að ísblandan er engri lík, köld, góð og ekki rjómakennd. Úrvalið í braðarefinn, sem er mitt uppáhald, er einnig rosalega mikið, áhugavert og gott. Svo er þjónustan líka alltaf hröð og góð.“ „Gamli ísinn í Ísbúð Vesturbæjar klikkar ekki. Svo svalur og ferskur. Bestur með lúxusdýfu.“ „Að sjálfsögðu er gamli ísinn málið og er góður í öllum gerðum, hvort sem það er shake, hreinn í brauðformi, með heitri karamellusósu eða í bragðaref. Að setja hnetusmjör í bragðarefinn með gamla ísnum úr ísbúð Vesturbæjar er besta mataruppfinningin síðan bernaise sósan var fundin upp.“ „Gamli ísinn er sá allra besti og ef þú vilt slá í gegn á stefnumóti þá býður þú í Vesturbæjarís. Ef aðilinn er ekki sáttur var hvort eð er engin von. Það er bara eitthvað „off“ við þá sem elska ekki Vesturbæjarís.“ „Ísinn sjálfur er mjög góð blanda, gamli ísinn það er að segja. Nægt úrval af nammi í bragðarefina og svo er ísinn alltaf vel útlátinn, maður fær alltaf meira en maður borgar fyrir. Svo skemmir ekki fyrir að afgreiðsludömurnar eru alltaf hressar þó það sé stundum brjálað að gera. Fátt betra en Vesturbæjarís í eftirrétt!“4. sæti:Paradís „Ég sver að það eru eiturlyf í þessum ís! Hann er ávanabindandi!“ „Ísbúðin Paradís kom mér skemmtilega á óvart. Bragðtegundirnar sem eru í boði hverju sinni eru skemmtilega freistandi og bragðið er mikið og gott, sem mér finnst vanta hjá mörgum öðrum ísbúðum.“ „Starfsfólkið er alltaf í stuði og ísinn alltaf ferskur! Mmmmm...nú langar mig í ís!“5. sæti:Yo Yo „Yo Yo ísbúðin á Nýbílavegi er í miklu uppáhaldi. Maður fær að gera allt sjálfur sem er geðveikt. Annað sem er frábært þar er að starfsfólkið er vel upplýst um ofnæmisvalda og í hverju eru hnetur og möndlur og annað sem er í mínu tilviki mjög mikilvægt.“ „Yo Yo ískeðjan höfðar líka til mín en gallinn við hana er að óhoflegt magn af nammi á það til að slysast í ísboxið.“Þessar ísbúðir voru einnig nefndar:Ísbúðin Háaleitisbraut, Ísbúðin við Laugalæk, Badabing, Erluís, Ísgerðin.Álitsgjafar:Gunnar B. „Gussi“ Guðbjörnsson, kvikmyndagerðarmaður, Roald Viðar Eyvindsson, ritstjóri og skríbent, Ingibjörg Reynisdóttir, rithöfundur og leikkona, Kristinn Björgúlfsson, framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands og G-Form á Íslandi, Sveinn H. Guðmarsson, fréttamaður á RÚV, Indíana Hreinsdóttir, blaðakona, Ævar Þór Benediktsson, leikari og vísindamaður, Ragnar Eyþórsson, klippari og framleiðandi, Kolbrún Pálína Helgadóttir, upplýsinga- og markaðsfulltrúi Sporthússins, Stefán Hrafn Hagalín, mannauðs- og markaðsstjóri hjá Odda, Hildur Hlín Jónsdóttir, margmiðlunarhönnuður, Þóra Karítas, leikkona, Laila Sæunn Pétursdóttir, markaðssnillingur hjá laila.is, Erna Kristín Blöndal, lögfræðingur, Björn Teitsson, matargagnrýnandi, Sandra Hlín Guðmundsdóttir, mastersnemi í náms-og starfsráðgjöf, María Kristjánsdóttir, flugfreyja og sælkeri, Hannes Rúnar Hannesson, sölu- og þjónustustjóri Fjölmiðlavaktarinnar, Jan Hermann Erlingsson, bankastarfsmaður, María Guðjónsdóttir, lögfræðingur, Kristján Freyr Kristjánsson, framkvæmdastjóri íslenskra viðskipta hjá Meniga, Marta Kristín Jónsdóttir, Thelma Þorbergsdóttir, félagsráðgjafi, rithöfundur og sælkeri, Rögnvaldur Már Helgason, fréttamaður á RÚV.
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira