Fær afhent listaverk á landsleiknum gegn Belgum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. nóvember 2014 15:51 Arnar Þór og Eiður Smári Guðjohnsen í landsleik gegn Möltu árið 2006. Vísir/Pjetur Arnar Þór Viðarsson, þjálfari Cercle Brugge í belgísku úrvalsdeildinni og fyrrum landsliðsmaður Íslands, verður heiðursgestur á landsleik Belga og Íslendinga í Brussel í kvöld. „Ég er að ganga frá í vinnunni og svo skelli ég mér heim, fer í úlpuna og á leikinn,“ sagði Arnar Þór eldhress í samtali við Vísi í dag. Aðspurður segist hann ekki hafa hitt leikmenn liðsins en það standi til bóta í kvöld. „Ég hef ekki mikinn tíma til að vera að hanga fyrir utan hótelið hjá strákunum. En ég fer í kvöld og það er skemmtilegt að KSÍ hafi boðið mér á leikinn. Það verður gaman að hitta allt fólkið sem maður umgekkst reglulega fyrir nokkrum árum.“Arnar Þór skoraði glæsilegt mark í 2-1 tapi gegn Svíum á Laugardalsvelli árið 2006.Vísir/Anton BrinkListaverk að gjöf Arnar Þór lék sem atvinnumaður í átján ár, lengst af hjá Lokeren og Cercle Brugge í Belgíu. Hann spilaði 52 A-landsleiki á glæsilegum ferli. Honum verður veitt viðurkenning á leiknum í kvöld. „Ef menn spila 50 landsleiki fá þeir listaverk að gjöf,“ segir Arnar Þór sem er stoltur yfir gengi íslenska liðsins undanfarið. „Ég sá leikinn gegn Hollandi og það hefur verið mikið talað um hve vel spilandi íslenska liðið sé bæði í Belgíu og Hollandi. Ég tel hins vegar að Belgarnir séu sterkari en Hollendingar á þessari stundu svo þetta verður erfiður leikur í kvöld.“ Reynsluboltinn 36 ára minnir á að um æfingaleik sé að ræða. Nóg verði af skiptingum og ólíklegt að menn fari af 100 prósent krafti í tæklingar. Það verði hins vegar gott fyrir íslenska liðið að fá samanburð við svo sterkt lið.Lars Lagerbäck stýrði Svíum í 2-1 sigri á Íslandi árið 2006. Arnar Þór skoraði mark Íslands í leiknum.Vísir/VilhelmÍsland ekki á pari við Brasilíu „Það er mikill áhugi fyrir fyrir belgíska liðinu. Þó það sé ekki uppselt á leikinn eins og er venjulega þá er örugglega búið að selja 40 þúsund miða,“ segir Arnar Þór. Hann minnir þó á að Ísland sé ekki stærsta þjóð í heimi sem útskýri hvers vegna ekki sé uppselt. Belgar upplifi það ekki alveg eins og Brasilía sé í heimsókn. „Okkur finnst við oft vera rosalega stór þjóð en við erum ekki stór knattspyrnuþjóð á evrópskan mælikvarða,“ segir Arnar léttur. Honum líður vel í starfinu hjá Cercle þótt mikið sé að gera. „Við erum í erfiðri stöðu og þurfum að vinna okkur upp töfluna og bæta leik liðsins. Það er að mörgu að huga. En þetta er tækifæri sem maður tekur báðum höndum.“ Leikur Belga og Íslendinga hefst klukkan 19:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Telur meiðsli Tékka ekki veikja liðið Tékkland missti tvo byrjunarliðsmenn í meiðsli um síðustu helgi. 12. nóvember 2014 10:30 Lagerbäck: Nota líklega allar sex skiptingarnar Vill að leikmenn sínir framfylgi leikáætlun sinni gegn Belgíu í kvöld. 12. nóvember 2014 12:00 Ragnar: Tek bekkjarsetunni eins og maður "Bara video og chill á kvöldin,“ segir Ragnar Sigurðsson sem hefur það gott í Rússlandi. 12. nóvember 2014 08:15 Hörður Björgvin: Mikill heiður fyrir mig að vera í landsliðinu Varnarmanninn unga langar að sýna sig og sanna fyrir landsliðsþjálfurunum. 12. nóvember 2014 07:00 Ólafur Ingi klár í slaginn Fékk sólarhringspest aðfaranótt þriðjudags en getur spilað gegn Belgíu í kvöld. 12. nóvember 2014 12:28 Fréttamaður Sky Sports: Árangur Íslands hefur komið mér á óvart Gary Cotterill fylgist náið með belgíska landsliðinu. 12. nóvember 2014 19:00 Viljum sýna að við getum staðið undir þessari pressu Ísland mætir Belgíu í vináttulandsleik á Koning Boudewijn-leikvanginum í Brüssel í kvöld og býst Lars lagerbäck við erfiðum leik gegn sterku liði Belga. 12. nóvember 2014 06:30 Aron Einar: Hef gengið í gegnum ýmislegt með landsliðinu Landsliðsfyrirliðinn segist aldrei hafa fundið fyrir öðrum eins stuðningi við liðið. 12. nóvember 2014 13:00 Kolbeinn: Hollendingarnir afsökuðu sig með kuldanum Segir að það hafi verið gaman að snúa aftur til Hollands eftir sigurinn frækna á Laugardalsvelli. 12. nóvember 2014 09:30 Þjálfari Belgíu: Fáir veikleikar í íslenska liðinu Marc Wilmots, landsliðsþjálfari Belgíu, stillir upp ógnarsterku liði gegn Íslandi í vináttulandsleik liðanna í kvöld. Marouane Fellaini og Moussa Dembélé eru með það hlutverk að brjóta niður sóknir íslenska liðsins. 12. nóvember 2014 07:30 Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari Cercle Brugge í belgísku úrvalsdeildinni og fyrrum landsliðsmaður Íslands, verður heiðursgestur á landsleik Belga og Íslendinga í Brussel í kvöld. „Ég er að ganga frá í vinnunni og svo skelli ég mér heim, fer í úlpuna og á leikinn,“ sagði Arnar Þór eldhress í samtali við Vísi í dag. Aðspurður segist hann ekki hafa hitt leikmenn liðsins en það standi til bóta í kvöld. „Ég hef ekki mikinn tíma til að vera að hanga fyrir utan hótelið hjá strákunum. En ég fer í kvöld og það er skemmtilegt að KSÍ hafi boðið mér á leikinn. Það verður gaman að hitta allt fólkið sem maður umgekkst reglulega fyrir nokkrum árum.“Arnar Þór skoraði glæsilegt mark í 2-1 tapi gegn Svíum á Laugardalsvelli árið 2006.Vísir/Anton BrinkListaverk að gjöf Arnar Þór lék sem atvinnumaður í átján ár, lengst af hjá Lokeren og Cercle Brugge í Belgíu. Hann spilaði 52 A-landsleiki á glæsilegum ferli. Honum verður veitt viðurkenning á leiknum í kvöld. „Ef menn spila 50 landsleiki fá þeir listaverk að gjöf,“ segir Arnar Þór sem er stoltur yfir gengi íslenska liðsins undanfarið. „Ég sá leikinn gegn Hollandi og það hefur verið mikið talað um hve vel spilandi íslenska liðið sé bæði í Belgíu og Hollandi. Ég tel hins vegar að Belgarnir séu sterkari en Hollendingar á þessari stundu svo þetta verður erfiður leikur í kvöld.“ Reynsluboltinn 36 ára minnir á að um æfingaleik sé að ræða. Nóg verði af skiptingum og ólíklegt að menn fari af 100 prósent krafti í tæklingar. Það verði hins vegar gott fyrir íslenska liðið að fá samanburð við svo sterkt lið.Lars Lagerbäck stýrði Svíum í 2-1 sigri á Íslandi árið 2006. Arnar Þór skoraði mark Íslands í leiknum.Vísir/VilhelmÍsland ekki á pari við Brasilíu „Það er mikill áhugi fyrir fyrir belgíska liðinu. Þó það sé ekki uppselt á leikinn eins og er venjulega þá er örugglega búið að selja 40 þúsund miða,“ segir Arnar Þór. Hann minnir þó á að Ísland sé ekki stærsta þjóð í heimi sem útskýri hvers vegna ekki sé uppselt. Belgar upplifi það ekki alveg eins og Brasilía sé í heimsókn. „Okkur finnst við oft vera rosalega stór þjóð en við erum ekki stór knattspyrnuþjóð á evrópskan mælikvarða,“ segir Arnar léttur. Honum líður vel í starfinu hjá Cercle þótt mikið sé að gera. „Við erum í erfiðri stöðu og þurfum að vinna okkur upp töfluna og bæta leik liðsins. Það er að mörgu að huga. En þetta er tækifæri sem maður tekur báðum höndum.“ Leikur Belga og Íslendinga hefst klukkan 19:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Telur meiðsli Tékka ekki veikja liðið Tékkland missti tvo byrjunarliðsmenn í meiðsli um síðustu helgi. 12. nóvember 2014 10:30 Lagerbäck: Nota líklega allar sex skiptingarnar Vill að leikmenn sínir framfylgi leikáætlun sinni gegn Belgíu í kvöld. 12. nóvember 2014 12:00 Ragnar: Tek bekkjarsetunni eins og maður "Bara video og chill á kvöldin,“ segir Ragnar Sigurðsson sem hefur það gott í Rússlandi. 12. nóvember 2014 08:15 Hörður Björgvin: Mikill heiður fyrir mig að vera í landsliðinu Varnarmanninn unga langar að sýna sig og sanna fyrir landsliðsþjálfurunum. 12. nóvember 2014 07:00 Ólafur Ingi klár í slaginn Fékk sólarhringspest aðfaranótt þriðjudags en getur spilað gegn Belgíu í kvöld. 12. nóvember 2014 12:28 Fréttamaður Sky Sports: Árangur Íslands hefur komið mér á óvart Gary Cotterill fylgist náið með belgíska landsliðinu. 12. nóvember 2014 19:00 Viljum sýna að við getum staðið undir þessari pressu Ísland mætir Belgíu í vináttulandsleik á Koning Boudewijn-leikvanginum í Brüssel í kvöld og býst Lars lagerbäck við erfiðum leik gegn sterku liði Belga. 12. nóvember 2014 06:30 Aron Einar: Hef gengið í gegnum ýmislegt með landsliðinu Landsliðsfyrirliðinn segist aldrei hafa fundið fyrir öðrum eins stuðningi við liðið. 12. nóvember 2014 13:00 Kolbeinn: Hollendingarnir afsökuðu sig með kuldanum Segir að það hafi verið gaman að snúa aftur til Hollands eftir sigurinn frækna á Laugardalsvelli. 12. nóvember 2014 09:30 Þjálfari Belgíu: Fáir veikleikar í íslenska liðinu Marc Wilmots, landsliðsþjálfari Belgíu, stillir upp ógnarsterku liði gegn Íslandi í vináttulandsleik liðanna í kvöld. Marouane Fellaini og Moussa Dembélé eru með það hlutverk að brjóta niður sóknir íslenska liðsins. 12. nóvember 2014 07:30 Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Telur meiðsli Tékka ekki veikja liðið Tékkland missti tvo byrjunarliðsmenn í meiðsli um síðustu helgi. 12. nóvember 2014 10:30
Lagerbäck: Nota líklega allar sex skiptingarnar Vill að leikmenn sínir framfylgi leikáætlun sinni gegn Belgíu í kvöld. 12. nóvember 2014 12:00
Ragnar: Tek bekkjarsetunni eins og maður "Bara video og chill á kvöldin,“ segir Ragnar Sigurðsson sem hefur það gott í Rússlandi. 12. nóvember 2014 08:15
Hörður Björgvin: Mikill heiður fyrir mig að vera í landsliðinu Varnarmanninn unga langar að sýna sig og sanna fyrir landsliðsþjálfurunum. 12. nóvember 2014 07:00
Ólafur Ingi klár í slaginn Fékk sólarhringspest aðfaranótt þriðjudags en getur spilað gegn Belgíu í kvöld. 12. nóvember 2014 12:28
Fréttamaður Sky Sports: Árangur Íslands hefur komið mér á óvart Gary Cotterill fylgist náið með belgíska landsliðinu. 12. nóvember 2014 19:00
Viljum sýna að við getum staðið undir þessari pressu Ísland mætir Belgíu í vináttulandsleik á Koning Boudewijn-leikvanginum í Brüssel í kvöld og býst Lars lagerbäck við erfiðum leik gegn sterku liði Belga. 12. nóvember 2014 06:30
Aron Einar: Hef gengið í gegnum ýmislegt með landsliðinu Landsliðsfyrirliðinn segist aldrei hafa fundið fyrir öðrum eins stuðningi við liðið. 12. nóvember 2014 13:00
Kolbeinn: Hollendingarnir afsökuðu sig með kuldanum Segir að það hafi verið gaman að snúa aftur til Hollands eftir sigurinn frækna á Laugardalsvelli. 12. nóvember 2014 09:30
Þjálfari Belgíu: Fáir veikleikar í íslenska liðinu Marc Wilmots, landsliðsþjálfari Belgíu, stillir upp ógnarsterku liði gegn Íslandi í vináttulandsleik liðanna í kvöld. Marouane Fellaini og Moussa Dembélé eru með það hlutverk að brjóta niður sóknir íslenska liðsins. 12. nóvember 2014 07:30
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn