Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Þór Þ. 94-109 | Þórsarar fyrstir til að fella Hauka í Firðinum Stefán Árni Pálsson í Schenker-höllinni skrifar 14. nóvember 2014 17:17 Grétar Ingi sækir að Emil Barja í leiknum í kvöld. vísir/vilhelm Þór. Þ vann frábæran útisigur á Haukum, 109-94, í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Gestirnir frá Þorlákshöfn höfðu undirtökin nánast allan leikinn og var sigur þeirra í raun aldrei í hættu. Vincent Sanford var atkvæðamestur í liði Þórs en hann gerði 31 stig. Hjá Haukum var það Alex Francis sem skoraði 33 stig. Haukar voru búnir að vinna alla þrjá heimaleiki sína á leiktíðinni fyrir leikinn í kvöld en Þór ekki unnið á útivelli. Gestirnir frá Þorlákshöfn byrjuðu leikinn mun betur og komust strax í 11-5. Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, tók þá strax leikhlé. Leikhléið skilaði engu og Þórsarar héldu bara áfram að keyra á Haukamenn. Gestirnir náðu mest 13 stiga forskoti í fyrsta leikhluta, 27-14, en staðan eftir tíu mínútna leik var 29-21. Vincent Sanford, leikmaður Þórs Þorlákshafnar var kominn með átta stig eftir fyrsta leikhluta. Gestirnir héldu Haukum þægilega frá sér á fyrstu mínútum síðari hálfleiksins en heimamenn fóru rólega að finna gírinn. Alex Francis, leikmaður Hauka, fór þá að hitna og bar uppi leik liðsins. Ungu strákarnir Kári Jónsson og Hjálmar Stefánsson komu einnig einstaklega vel inn í liðið og allt í einu var staðan orðin 47-44 fyrir Þór. Aðeins munaði þremur stigum. Þórsarar bitu aðeins frá sér undir lok hálfleiksins og var staðan 54-46 fyrir gestina þegar leikurinn var hálfnaður. Þórsarar byrjuðu síðari hálfleikinn betur rétt eins og leikinn sjálfan en liðið komst fljótlega aftur þrettán stigum yfir 62-49. Rétt eins og í fyrri hálfleiknum komu heimamenn til baka og komust yfir 67-66 þegar tæplega þrjá mínútur voru eftir að fjórðungum. Þá fóru Þórsarar heldur betur í gang og náðu á einhvern ótrúlegan hátt að vera tíu stigum yfir þegar þriðjaleikhlutanum lauk en þá var staðan 81-71 fyrir gestina. Alex Francis fór á kostum í kvöld og þegar þriðja leikhluta var lokið hafði hann gert 29 stig fyrir Hauka. Stigaskorið var að dreifast meira hjá Þór frá Þorlákshöfn. Þórsarar héldu áfram uppteknum hætti loka leikhlutanum og sóknarleikur þeirra var algjörlega til fyrirmyndar. Emil Karel fór mikinn í liði gestanna í síðari hálfleik og reyndist þeim drjúgur. Leiknum lauk með þægilegum sigri Þórs frá Þorlákshöfn, 109-94, og unnu þeir í kvöld sinn fyrsta útileik á tímabilinu. Haukar töpuðu aftur á móti sínum fyrsta deildarleik hér í Hafnafirðinum.Haukar-Þór Þ. 94-109 (21-29, 25-25, 25-27, 23-28)Haukar: Alex Francis 33/9 fráköst, Helgi Björn Einarsson 19/7 fráköst, Kári Jónsson 14, Emil Barja 13/7 fráköst/8 stoðsendingar/3 varin skot, Haukur Óskarsson 5, Sigurður Þór Einarsson 3, Kristinn Marinósson 3/4 fráköst, Hjálmar Stefánsson 2, Kristján Leifur Sverrisson 2.Þór Þ.: Vincent Sanford 31/12 fráköst, Nemanja Sovic 23/11 fráköst, Emil Karel Einarsson 18, Tómas Heiðar Tómasson 15/4 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 13/4 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 7, Oddur Ólafsson 2/5 stoðsendingar. Benedikt: Þurftum á þessum að halda „Þetta var mjög góður sigur og við þurftum á þessum að halda,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs Þ., eftir leikinn. „Við höfum verið klaufar í síðustu leikjum en núna í kvöld náum við loks að klára dæmið. Við fundum það sem þarf til að loka svona leikjum. Við höfum áður verið að spila ágætlega en okkur hefur vantað að klára leikina.“ Benedikt segir að þetta snúist kannski ekki alltaf um það hversu góður maður sé í körfubolta. „Þetta snýst oft um hvernig maður bregst við ákveðnum aðstæðum og við gerðum það vel í kvöld.“ Ívar: Þarf að gera breytingar á byrjunarliðinu„Við mættum bara ekki til leiks og fyrsti leikhlutinn var bara skelfilegur,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka eftir leikinn. „Þetta er þriðja leikurinn í röð sem við einfaldlega mætum ekki til leiks og erum afleiddir í fyrsta leikhluta.“ Ívar segir það ljóst að byrjunarlið liðsins er ekki að mæta tilbúið og að hann þurfi að gera breytingar þar á. „Við vorum bara á hælunum og á eftir þeim allan leikinn. Vissulega áttum við nokkra góða spretti en þeir voru of fáir.“ Bein textalýsing frá leiknum. Leik lokið (94-109): Þægilegur sigur gestanna.39. mín (91-99): Þórsarar komnir á línuna og leikurinn gæti klárast mikið til þar. 38.mín (86-99): Flottur þristur frá Sanford og hann er alveg að loka þessum leik. Þórsarar þrettán stigum yfir. 36. mín (82-94): Þórsarar eru að klára þetta. Emil Karel með þrist og er hann kominn með 16 stig. 35. mín (79-89): Nú verða Haukar að setja í fimmta gír. Lítið eftir og munurinn tíu stig. 32. (73-85): Gestirnir halda áfram sama leik. Þessi sprettur þeirra kveikti heldur betur í lærisveinum Benediktar Guðmundssonar. Þriðja leikhluta lokið (71-81): Þvílíkur lokasprettur hjá Þórsurum í leikhlutanum. Þeir leiða með tíu stiga mun. Hreint út sagt ótrúlegt, þar sem liðið lenti einu stigi undir fyrir stuttu.28. mín (67-66): Haukar eru komnir yfir í fyrsta sinn í leiknum. Magnað. 26.mín (63-66): Munurinn aftur orðin þrjú stig og Haukar að vinna boltann. 24.mín (54-64): Heimamenn svara strax og hafa minnkað muninn aftur niður í sex stig. 22. mín (49-62): Þórsarar byrja þriðja leikhlutann betur. Hálfleikur (46-54): Þórsarar hafa átta stiga forskot í hálfleik. Haukar hafa verið að vinna sig hægt og rólega inn í leikinn og þeir geta þakkað ungu strákunum sínum fyrir það. Alex Francis er reyndar kominn með 23 stig fyrir Hauka. Sanford er með 20 stig fyrir Þórsara. 19.mín (44-47): Nú munar aðeins þremur stigum á liðunum og Haukar heldur betur komnir í gang. 18.mín (38-43): Frábær innkoma hjá Hjálmari Stefánssyni. Hann byrjaði leikinn á bekknum hjá Haukum en skorar tvö fín stig í fyrstu sókn og vinnu síðan boltann í vörninni hinum megin. Munar aðeins fimm stigum. 16.mín (32-39): Alex Francis, leikmaður Hauka, er að koma virkilega sterkur inn. Hefur gert 15 stig. 14. mín (30-39): Gestirnir halda Haukum þægilega frá sér eins og staðan er núna. 1. leikhluta lokið: Haukar komu aðeins til baka undir lok fjórðungsins og minnkuðu smá muninn. Nú er staðan 29-21 fyrir Þór Þ.8. mín (14-27): Haukar sjá engan veginn til sólar og það gengur ekkert sóknarlega upp hjá þeim.6.mín (9-20): Þórsarar halda áfram uppteknum hætti og byrja þetta gríðarlega vel. Vincent Sanford kominn með átta stig. 4.mín (5-11): Gestirnir frá Þorlákshöfn byrja leikinn mun betur og komast strax í 11-5. Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, tekur þá leikhlé. 1. mínúta (0-0): Þá er leikurinn farinn af stað.Fyrir leik: Nú er verið að kynna leikmenn liðanna til leiks. Fyrir leik: Salurinn hefur verið opnaður fyrir áhorfendum og það er ekki hægt að segja að þeir hafi beðið fyrir utan dyrnar. Átta manns í stúkunni. Vonandi rætist úr mætingunni, enn töluvert í leikinn. Fyrir leik: Fyrir leikinn eru Haukar í öðru sæti deildarinnar með átta stig en Þórsarar í því níunda með fjögur.Fyrir leik: Leikmenn komnir út á gólf og farnir að hita upp. Dominos-deild karla Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Fleiri fréttir Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Sjá meira
Þór. Þ vann frábæran útisigur á Haukum, 109-94, í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Gestirnir frá Þorlákshöfn höfðu undirtökin nánast allan leikinn og var sigur þeirra í raun aldrei í hættu. Vincent Sanford var atkvæðamestur í liði Þórs en hann gerði 31 stig. Hjá Haukum var það Alex Francis sem skoraði 33 stig. Haukar voru búnir að vinna alla þrjá heimaleiki sína á leiktíðinni fyrir leikinn í kvöld en Þór ekki unnið á útivelli. Gestirnir frá Þorlákshöfn byrjuðu leikinn mun betur og komust strax í 11-5. Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, tók þá strax leikhlé. Leikhléið skilaði engu og Þórsarar héldu bara áfram að keyra á Haukamenn. Gestirnir náðu mest 13 stiga forskoti í fyrsta leikhluta, 27-14, en staðan eftir tíu mínútna leik var 29-21. Vincent Sanford, leikmaður Þórs Þorlákshafnar var kominn með átta stig eftir fyrsta leikhluta. Gestirnir héldu Haukum þægilega frá sér á fyrstu mínútum síðari hálfleiksins en heimamenn fóru rólega að finna gírinn. Alex Francis, leikmaður Hauka, fór þá að hitna og bar uppi leik liðsins. Ungu strákarnir Kári Jónsson og Hjálmar Stefánsson komu einnig einstaklega vel inn í liðið og allt í einu var staðan orðin 47-44 fyrir Þór. Aðeins munaði þremur stigum. Þórsarar bitu aðeins frá sér undir lok hálfleiksins og var staðan 54-46 fyrir gestina þegar leikurinn var hálfnaður. Þórsarar byrjuðu síðari hálfleikinn betur rétt eins og leikinn sjálfan en liðið komst fljótlega aftur þrettán stigum yfir 62-49. Rétt eins og í fyrri hálfleiknum komu heimamenn til baka og komust yfir 67-66 þegar tæplega þrjá mínútur voru eftir að fjórðungum. Þá fóru Þórsarar heldur betur í gang og náðu á einhvern ótrúlegan hátt að vera tíu stigum yfir þegar þriðjaleikhlutanum lauk en þá var staðan 81-71 fyrir gestina. Alex Francis fór á kostum í kvöld og þegar þriðja leikhluta var lokið hafði hann gert 29 stig fyrir Hauka. Stigaskorið var að dreifast meira hjá Þór frá Þorlákshöfn. Þórsarar héldu áfram uppteknum hætti loka leikhlutanum og sóknarleikur þeirra var algjörlega til fyrirmyndar. Emil Karel fór mikinn í liði gestanna í síðari hálfleik og reyndist þeim drjúgur. Leiknum lauk með þægilegum sigri Þórs frá Þorlákshöfn, 109-94, og unnu þeir í kvöld sinn fyrsta útileik á tímabilinu. Haukar töpuðu aftur á móti sínum fyrsta deildarleik hér í Hafnafirðinum.Haukar-Þór Þ. 94-109 (21-29, 25-25, 25-27, 23-28)Haukar: Alex Francis 33/9 fráköst, Helgi Björn Einarsson 19/7 fráköst, Kári Jónsson 14, Emil Barja 13/7 fráköst/8 stoðsendingar/3 varin skot, Haukur Óskarsson 5, Sigurður Þór Einarsson 3, Kristinn Marinósson 3/4 fráköst, Hjálmar Stefánsson 2, Kristján Leifur Sverrisson 2.Þór Þ.: Vincent Sanford 31/12 fráköst, Nemanja Sovic 23/11 fráköst, Emil Karel Einarsson 18, Tómas Heiðar Tómasson 15/4 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 13/4 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 7, Oddur Ólafsson 2/5 stoðsendingar. Benedikt: Þurftum á þessum að halda „Þetta var mjög góður sigur og við þurftum á þessum að halda,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs Þ., eftir leikinn. „Við höfum verið klaufar í síðustu leikjum en núna í kvöld náum við loks að klára dæmið. Við fundum það sem þarf til að loka svona leikjum. Við höfum áður verið að spila ágætlega en okkur hefur vantað að klára leikina.“ Benedikt segir að þetta snúist kannski ekki alltaf um það hversu góður maður sé í körfubolta. „Þetta snýst oft um hvernig maður bregst við ákveðnum aðstæðum og við gerðum það vel í kvöld.“ Ívar: Þarf að gera breytingar á byrjunarliðinu„Við mættum bara ekki til leiks og fyrsti leikhlutinn var bara skelfilegur,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka eftir leikinn. „Þetta er þriðja leikurinn í röð sem við einfaldlega mætum ekki til leiks og erum afleiddir í fyrsta leikhluta.“ Ívar segir það ljóst að byrjunarlið liðsins er ekki að mæta tilbúið og að hann þurfi að gera breytingar þar á. „Við vorum bara á hælunum og á eftir þeim allan leikinn. Vissulega áttum við nokkra góða spretti en þeir voru of fáir.“ Bein textalýsing frá leiknum. Leik lokið (94-109): Þægilegur sigur gestanna.39. mín (91-99): Þórsarar komnir á línuna og leikurinn gæti klárast mikið til þar. 38.mín (86-99): Flottur þristur frá Sanford og hann er alveg að loka þessum leik. Þórsarar þrettán stigum yfir. 36. mín (82-94): Þórsarar eru að klára þetta. Emil Karel með þrist og er hann kominn með 16 stig. 35. mín (79-89): Nú verða Haukar að setja í fimmta gír. Lítið eftir og munurinn tíu stig. 32. (73-85): Gestirnir halda áfram sama leik. Þessi sprettur þeirra kveikti heldur betur í lærisveinum Benediktar Guðmundssonar. Þriðja leikhluta lokið (71-81): Þvílíkur lokasprettur hjá Þórsurum í leikhlutanum. Þeir leiða með tíu stiga mun. Hreint út sagt ótrúlegt, þar sem liðið lenti einu stigi undir fyrir stuttu.28. mín (67-66): Haukar eru komnir yfir í fyrsta sinn í leiknum. Magnað. 26.mín (63-66): Munurinn aftur orðin þrjú stig og Haukar að vinna boltann. 24.mín (54-64): Heimamenn svara strax og hafa minnkað muninn aftur niður í sex stig. 22. mín (49-62): Þórsarar byrja þriðja leikhlutann betur. Hálfleikur (46-54): Þórsarar hafa átta stiga forskot í hálfleik. Haukar hafa verið að vinna sig hægt og rólega inn í leikinn og þeir geta þakkað ungu strákunum sínum fyrir það. Alex Francis er reyndar kominn með 23 stig fyrir Hauka. Sanford er með 20 stig fyrir Þórsara. 19.mín (44-47): Nú munar aðeins þremur stigum á liðunum og Haukar heldur betur komnir í gang. 18.mín (38-43): Frábær innkoma hjá Hjálmari Stefánssyni. Hann byrjaði leikinn á bekknum hjá Haukum en skorar tvö fín stig í fyrstu sókn og vinnu síðan boltann í vörninni hinum megin. Munar aðeins fimm stigum. 16.mín (32-39): Alex Francis, leikmaður Hauka, er að koma virkilega sterkur inn. Hefur gert 15 stig. 14. mín (30-39): Gestirnir halda Haukum þægilega frá sér eins og staðan er núna. 1. leikhluta lokið: Haukar komu aðeins til baka undir lok fjórðungsins og minnkuðu smá muninn. Nú er staðan 29-21 fyrir Þór Þ.8. mín (14-27): Haukar sjá engan veginn til sólar og það gengur ekkert sóknarlega upp hjá þeim.6.mín (9-20): Þórsarar halda áfram uppteknum hætti og byrja þetta gríðarlega vel. Vincent Sanford kominn með átta stig. 4.mín (5-11): Gestirnir frá Þorlákshöfn byrja leikinn mun betur og komast strax í 11-5. Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, tekur þá leikhlé. 1. mínúta (0-0): Þá er leikurinn farinn af stað.Fyrir leik: Nú er verið að kynna leikmenn liðanna til leiks. Fyrir leik: Salurinn hefur verið opnaður fyrir áhorfendum og það er ekki hægt að segja að þeir hafi beðið fyrir utan dyrnar. Átta manns í stúkunni. Vonandi rætist úr mætingunni, enn töluvert í leikinn. Fyrir leik: Fyrir leikinn eru Haukar í öðru sæti deildarinnar með átta stig en Þórsarar í því níunda með fjögur.Fyrir leik: Leikmenn komnir út á gólf og farnir að hita upp.
Dominos-deild karla Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Fleiri fréttir Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Sjá meira