Antonio Candreva kom Ítalíu yfir eftir ellefu mínútna leik, en Króatar voru einungis fjórar mínútur að jafna. Þar var að verki Ivan Perisic. Mörkin má sjá hér að neðan.
Korters töf var á leiknum vegna ólata stuðningsmanna, en blys voru fljúgandi inn á völlinn og áhorfendur létu illum látum.
Björn Kuipers dómari leiksins stóð í ströngu og stoppaði bara klukku sína þann stundarfjórðung sem áhorfendur voru sem verstir.
Liðin eru jöfn á toppnum eftir leiki kvöldsins, en Noregur er einu stigi frá liðunum.