Ragnar Sigurðsson kom íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu yfir á 9. mínútu gegn Tékkum í Plzen. Gummi Ben lýsir leiknum á Bylgjunni.
Mark Ragnars kom eftir langt innkast Arons Einars Gunnarssonar landsliðsfyrirliða. Kolbeinn Sigþórsson fór illa með Petr Cech áður en Birkir Bjarnason skallaði boltann á miðvörðinn sem kláraði dæmið með kollinum.
Lýsingu Gumma Ben á markinu má heyra í spilaranum að ofan.
Gummi Ben var ekki jafnsáttur þegar Tékkarnir jöfnuðu með síðustu snertingu fyrri hálfleiksins eins og hlusta má á hér.
Ekki voru vonbrigði okkar manns minni þegar Jón Daði Böðvarsson varð fyrir því óláni að koma Tékkum yfir með afar slysalegu sjálfsmarki. Hlusta má á það hér.
Texta- og útvarpslýsingu frá leiknum má finna hér.
Gummi Ben missti sig yfir marki Ragnars
Tengdar fréttir

Tólfan hertók Plzen | Myndir
Fjölmenn sveit stuðningsmanna Íslands eru komnir til Plzen í Tékklandi.

Óbreytt byrjunarlið gegn Tékklandi
Lars og Heimir halda tryggð við sömu leikmenn og hafa spilað í undankeppninni til þessa.

Landsmenn á nálum yfir leiknum
Íslendingar eru límdir við sjónvarps- og tölvuskjána í kvöld enda stórleikur í Tékklandi. Karlalandslið Íslands mætir heimamönnum í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016.

Tólfan til Tékklands: Tólfan að verða klár
Stuðningsmannasveit Íslands er að verða klár í slaginn.

Umfjöllun: Strákarnir felldir í Tékklandi
Íslenska liðinu var kippt niður á jörðina á ný eftir drauma byrjun í undankeppni Evrópumótsins í 1-2 tapi gegn Tékklandi í Plzen í kvöld.

Tólfan til Tékklands: Mættir til Plzen
Tólfan er mætt til Plzen. Myndir og myndbönd.