Caterham fær að keppa í Dubai Finnur Thorlacius skrifar 17. nóvember 2014 10:24 Formúlu 1 bíll Caterham. Þrátt fyrir að vantað hafi 780.000 dollara uppá fjármögnun Caterham Formúlu 1 liðsins fyrir lokakeppnina í Dubai hefur liðið fengið keppnisleyfi. Eins og greint hefur verið frá hér fyrr tók Caterham uppá því að efna til hópfjármögnunar til að fjármagna keppnisleyfið í þessari síðustu keppni tímabilsins í Formúlu 1. Hún tókst vel þrátt fyrir að 1/5 af fjármagninu hafi á endanum skort, en ennþá er unnið að því að fjármagna það sem á vantaði. Sú fjármögnun mun standa til 23. nóvember. Um leið og Caterham greindi frá keppnisleyfinu var þess einnig getið að liðið sé nærri því að finna kostunaraðila fyrir frekari þátttöku í Formúlu 1. Vonandi tekst að klára það svo liðið sjáist á Formúlu 1 brautunum á næsta ári. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent
Þrátt fyrir að vantað hafi 780.000 dollara uppá fjármögnun Caterham Formúlu 1 liðsins fyrir lokakeppnina í Dubai hefur liðið fengið keppnisleyfi. Eins og greint hefur verið frá hér fyrr tók Caterham uppá því að efna til hópfjármögnunar til að fjármagna keppnisleyfið í þessari síðustu keppni tímabilsins í Formúlu 1. Hún tókst vel þrátt fyrir að 1/5 af fjármagninu hafi á endanum skort, en ennþá er unnið að því að fjármagna það sem á vantaði. Sú fjármögnun mun standa til 23. nóvember. Um leið og Caterham greindi frá keppnisleyfinu var þess einnig getið að liðið sé nærri því að finna kostunaraðila fyrir frekari þátttöku í Formúlu 1. Vonandi tekst að klára það svo liðið sjáist á Formúlu 1 brautunum á næsta ári.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent