Kona í keppni við Van Persie, Zlatan og Diego Costa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2014 22:30 Stephanie Roche, til hægri, í leik með írska landsliðinu. Vísir/Getty Zlatan Ibrahimovic, Robin van Persie, Diego Costa og James Rodríguez eru fjórir af frægustu knattspyrnumönnum heims og þeir skoruðu allir frábær mörk á síðasta ári. Kapparnir keppa um flottasta mark ársins hjá FIFA en þeir fá samkeppni úr óvæntri átt. Írska landsliðskonan Stephanie Roche skoraði magnað mark á árinu og það mark er einnig tilnefnt í ár. Markið skoraði Roche í leik með Peamount United á móti Wexford Youths sem eru ekki beint frægustu fótboltafélög heimsins. Upptaka með marki Stephanie Roche fór eins og eldur um sinu um vefinn og eftir að myndbandið hafi fengið meira en þrjár milljónir spilanir á Youtube þá ákvað FIFA að tilefna það fyrir kjörið á marki ársins. Það er hægt að sjá markið hennar hér fyrir neðan. Þetta er líka stórkostlegt mark. Stephanie Roche fékk boltann fyrir utan teig og með bakið í markið. Hún tók við boltanum lyfti honum yfir höfuð sér með annarri snertingu og afgreiddi boltann síðan viðstöðulaust í markið. „Ég hef fengið ótrúleg viðbrögð við þessu marki. Athyglin sem markið er að fá hefur líka hjálpað að vekja meiri athygli á kvennafótboltanum sem ég er mjög ánægð með," sagði Stephanie Roche í viðtali við Guardian. Það er hægt að kjósa um besta markið á FIFA-síðunni. Til greina koma mörk með Tim Cahill, Diego Costa, Marco Fabian, Zlatan Ibrahimovic, Pajtim Kasami, Stephanie Roche, James Rodriguez, Camilo Sanvezzo, Hisato Sato og Robin van Persie. Stephanie Roche spilar ekki lengur með Peamount United því hún er núna leikmaður með franska liðinu Albi. Enski boltinn Fréttir ársins 2014 HM 2014 í Brasilíu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Portúgal - Ísland | Þörf á skýru svari eftir tapið gegn Færeyjum Handbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic, Robin van Persie, Diego Costa og James Rodríguez eru fjórir af frægustu knattspyrnumönnum heims og þeir skoruðu allir frábær mörk á síðasta ári. Kapparnir keppa um flottasta mark ársins hjá FIFA en þeir fá samkeppni úr óvæntri átt. Írska landsliðskonan Stephanie Roche skoraði magnað mark á árinu og það mark er einnig tilnefnt í ár. Markið skoraði Roche í leik með Peamount United á móti Wexford Youths sem eru ekki beint frægustu fótboltafélög heimsins. Upptaka með marki Stephanie Roche fór eins og eldur um sinu um vefinn og eftir að myndbandið hafi fengið meira en þrjár milljónir spilanir á Youtube þá ákvað FIFA að tilefna það fyrir kjörið á marki ársins. Það er hægt að sjá markið hennar hér fyrir neðan. Þetta er líka stórkostlegt mark. Stephanie Roche fékk boltann fyrir utan teig og með bakið í markið. Hún tók við boltanum lyfti honum yfir höfuð sér með annarri snertingu og afgreiddi boltann síðan viðstöðulaust í markið. „Ég hef fengið ótrúleg viðbrögð við þessu marki. Athyglin sem markið er að fá hefur líka hjálpað að vekja meiri athygli á kvennafótboltanum sem ég er mjög ánægð með," sagði Stephanie Roche í viðtali við Guardian. Það er hægt að kjósa um besta markið á FIFA-síðunni. Til greina koma mörk með Tim Cahill, Diego Costa, Marco Fabian, Zlatan Ibrahimovic, Pajtim Kasami, Stephanie Roche, James Rodriguez, Camilo Sanvezzo, Hisato Sato og Robin van Persie. Stephanie Roche spilar ekki lengur með Peamount United því hún er núna leikmaður með franska liðinu Albi.
Enski boltinn Fréttir ársins 2014 HM 2014 í Brasilíu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Portúgal - Ísland | Þörf á skýru svari eftir tapið gegn Færeyjum Handbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Sjá meira