Kona í keppni við Van Persie, Zlatan og Diego Costa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2014 22:30 Stephanie Roche, til hægri, í leik með írska landsliðinu. Vísir/Getty Zlatan Ibrahimovic, Robin van Persie, Diego Costa og James Rodríguez eru fjórir af frægustu knattspyrnumönnum heims og þeir skoruðu allir frábær mörk á síðasta ári. Kapparnir keppa um flottasta mark ársins hjá FIFA en þeir fá samkeppni úr óvæntri átt. Írska landsliðskonan Stephanie Roche skoraði magnað mark á árinu og það mark er einnig tilnefnt í ár. Markið skoraði Roche í leik með Peamount United á móti Wexford Youths sem eru ekki beint frægustu fótboltafélög heimsins. Upptaka með marki Stephanie Roche fór eins og eldur um sinu um vefinn og eftir að myndbandið hafi fengið meira en þrjár milljónir spilanir á Youtube þá ákvað FIFA að tilefna það fyrir kjörið á marki ársins. Það er hægt að sjá markið hennar hér fyrir neðan. Þetta er líka stórkostlegt mark. Stephanie Roche fékk boltann fyrir utan teig og með bakið í markið. Hún tók við boltanum lyfti honum yfir höfuð sér með annarri snertingu og afgreiddi boltann síðan viðstöðulaust í markið. „Ég hef fengið ótrúleg viðbrögð við þessu marki. Athyglin sem markið er að fá hefur líka hjálpað að vekja meiri athygli á kvennafótboltanum sem ég er mjög ánægð með," sagði Stephanie Roche í viðtali við Guardian. Það er hægt að kjósa um besta markið á FIFA-síðunni. Til greina koma mörk með Tim Cahill, Diego Costa, Marco Fabian, Zlatan Ibrahimovic, Pajtim Kasami, Stephanie Roche, James Rodriguez, Camilo Sanvezzo, Hisato Sato og Robin van Persie. Stephanie Roche spilar ekki lengur með Peamount United því hún er núna leikmaður með franska liðinu Albi. Enski boltinn Fréttir ársins 2014 HM 2014 í Brasilíu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valencia - Real Sociedad | Hvernig kemur Orri undan sumri? Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Í beinni: Mallorca - Barcelona | Titilvörn Börsunga hefst Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic, Robin van Persie, Diego Costa og James Rodríguez eru fjórir af frægustu knattspyrnumönnum heims og þeir skoruðu allir frábær mörk á síðasta ári. Kapparnir keppa um flottasta mark ársins hjá FIFA en þeir fá samkeppni úr óvæntri átt. Írska landsliðskonan Stephanie Roche skoraði magnað mark á árinu og það mark er einnig tilnefnt í ár. Markið skoraði Roche í leik með Peamount United á móti Wexford Youths sem eru ekki beint frægustu fótboltafélög heimsins. Upptaka með marki Stephanie Roche fór eins og eldur um sinu um vefinn og eftir að myndbandið hafi fengið meira en þrjár milljónir spilanir á Youtube þá ákvað FIFA að tilefna það fyrir kjörið á marki ársins. Það er hægt að sjá markið hennar hér fyrir neðan. Þetta er líka stórkostlegt mark. Stephanie Roche fékk boltann fyrir utan teig og með bakið í markið. Hún tók við boltanum lyfti honum yfir höfuð sér með annarri snertingu og afgreiddi boltann síðan viðstöðulaust í markið. „Ég hef fengið ótrúleg viðbrögð við þessu marki. Athyglin sem markið er að fá hefur líka hjálpað að vekja meiri athygli á kvennafótboltanum sem ég er mjög ánægð með," sagði Stephanie Roche í viðtali við Guardian. Það er hægt að kjósa um besta markið á FIFA-síðunni. Til greina koma mörk með Tim Cahill, Diego Costa, Marco Fabian, Zlatan Ibrahimovic, Pajtim Kasami, Stephanie Roche, James Rodriguez, Camilo Sanvezzo, Hisato Sato og Robin van Persie. Stephanie Roche spilar ekki lengur með Peamount United því hún er núna leikmaður með franska liðinu Albi.
Enski boltinn Fréttir ársins 2014 HM 2014 í Brasilíu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valencia - Real Sociedad | Hvernig kemur Orri undan sumri? Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Í beinni: Mallorca - Barcelona | Titilvörn Börsunga hefst Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn