Áhorfendur á Old Trafford fengu bara 45 mínútur af Lionel Messi og Cristiano Ronaldo þegar Portúgal vann 1-0 sigur á Argentínu í vináttulandsleik í Manchester í kvöld. Sigurmarkið kom á lokamínútunni alveg eins og sigurmark Þjóðverja á móti Spáni.
Raphael Guerreiro tryggði Portúgal 1-0 sigur á Argentínu. Guerreiro sem er tvítugur bakvörður kom inná sem varamaður og skoraði eina markið með skalla á 90. mínútu.
Lionel Messi og Cristiano Ronaldo voru báðir teknir af velli í hálfleik en þeir voru að mætast í fyrsta sinn í landsleik síðan 2008. Þetta var samt 27. viðureign þeirra á ferlinum.
Toni Kroos skoraði eina mark leiksins þegar heimsmeistarar Þýskalands unnu 1-0 sigur á Spáni í uppgjöri tveggja síðustu heimsmeistara.
Sigurmark Toni Kroos kom á á 89. mínútu með skoti af tæplega 20 metra færi en varamarkvörðurinn Kiko Casilla, markvörður Espanyol, missti hann vandræðalega framhjá sér og í markið.
Þjóðverjar missti Thomas Müller meiddan af velli í upphafi leiks eftir samstuð við Sergio Ramos.
Messi og Ronaldo spiluðu bara fyrri hálfleikinn - Þýskaland vann Spán
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið







Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn


Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn

„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti