Rooney með tvö í sigri á Skotum - Írar burstuðu Bandaríkjamenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2014 21:57 Wayne Rooney fagnar marki í kvöld. Vísir/Getty Wayne Rooney skoraði tvö mörk fyrir enska landsliðið í 3-1 sigri á nágrönnum sínum í Skotlandi í vináttulandsleik á Celtic Park í Glasgow í kvöld. Írar unnu á sama tíma 4-1 stórsigur á Bandaríkjunum.Wayne Rooney skoraði sitt 45. og 46. mark fyrir enska landsliðið í kvöld og fór þar með upp fyrir Jimmy Greaves. Rooney vantar tvö mörk til að jafna Gary Lineker í öðru sætinu og þrjú mörk til jafna markamet Sir Bobby Charlton. Alex Oxlade-Chamberlain kom enska liðinu í 1-0 á 32. mínútu eftir frábæran undirbúning liðsfélaga sína hjá Arsenal, Jack Wilshere. Oxlade-Chamberlain skoraði marki með skalla. Wayne Rooney kom Englandi í 2-0 á annarri mínútu seinni hálfleiks þegar skallaði boltann inn eftir að Skotum tókst ekki að hreinsa frá aukaspyrnu. Andrew Robertson minnkaði muninn fyrir Skota á 83. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar mætti Wayne Rooney við sínu öðru marki eftir sendingu frá Adam Lallana. Englendingar hafa unnið alla fjóra leiki sína í undankeppni EM til þessa og fylgdu því eftir með flottum sigri á Skotum sem hafa einnig verið að standa sig vel í undankeppninni.Aron Jóhannsson var ekki með bandaríska landsliðinu sem tapaði 4-1 á móti Írum í vináttulandsleik í Dublin. Anthony Pilkington, leikamaður Cardiff City, kom Írum í 1-0 eftir níu mínútur en Max Diskerud jafnaði á 39. mínútu eftir undirbúning Chris Wondolowski. Robbie Brady leikmaður Hull City (tvö mörk) og James McClean, leikmaður Wigan tryggðu Írum síðan sigurinn með þremur mörkum í seinni hálfleiknum. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Danir töpuðu í Rúmeníu Danska fótboltalandsliðið náði ekki að fylgja eftir sigri á Serbum um síðustu helgi þegar liðið tapaði 2-0 á móti Rúmeníu í vináttulandsleik í Búkarest í kvöld. 18. nóvember 2014 20:34 Helsti keppinautur Kolbeins enn á ný á skotskónum Arkadiusz Milik, framherji Ajax, skoraði seinna mark Pólverja í 2-2 jafntefli á móti Sviss í vináttulandsleik í Wroclaw í Póllandi í kvöld. 18. nóvember 2014 21:47 Stórglæsilegt mark Roberto Firmino tryggði Brössum sigur Glæsilegt sigurmark varamannsins Roberto Firmino tryggði Brasilíumönnum 2-1 sigur á Austurríki í vináttulandsleik í kvöld en spilað var á Ernst-Happel leikvanginum í Vín. 18. nóvember 2014 19:57 Messi og Ronaldo spiluðu bara fyrri hálfleikinn - Þýskaland vann Spán Áhorfendur á Old Trafford fengu bara 45 mínútur af Lionel Messi og Cristiano Ronaldo þegar Portúgal vann 1-0 sigur á Argentínu í vináttulandsleik í Manchester í kvöld. Sigurmarkið kom á lokamínútunni alveg eins og sigurmark Þjóðverja á móti Spáni. 18. nóvember 2014 21:44 Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira
Wayne Rooney skoraði tvö mörk fyrir enska landsliðið í 3-1 sigri á nágrönnum sínum í Skotlandi í vináttulandsleik á Celtic Park í Glasgow í kvöld. Írar unnu á sama tíma 4-1 stórsigur á Bandaríkjunum.Wayne Rooney skoraði sitt 45. og 46. mark fyrir enska landsliðið í kvöld og fór þar með upp fyrir Jimmy Greaves. Rooney vantar tvö mörk til að jafna Gary Lineker í öðru sætinu og þrjú mörk til jafna markamet Sir Bobby Charlton. Alex Oxlade-Chamberlain kom enska liðinu í 1-0 á 32. mínútu eftir frábæran undirbúning liðsfélaga sína hjá Arsenal, Jack Wilshere. Oxlade-Chamberlain skoraði marki með skalla. Wayne Rooney kom Englandi í 2-0 á annarri mínútu seinni hálfleiks þegar skallaði boltann inn eftir að Skotum tókst ekki að hreinsa frá aukaspyrnu. Andrew Robertson minnkaði muninn fyrir Skota á 83. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar mætti Wayne Rooney við sínu öðru marki eftir sendingu frá Adam Lallana. Englendingar hafa unnið alla fjóra leiki sína í undankeppni EM til þessa og fylgdu því eftir með flottum sigri á Skotum sem hafa einnig verið að standa sig vel í undankeppninni.Aron Jóhannsson var ekki með bandaríska landsliðinu sem tapaði 4-1 á móti Írum í vináttulandsleik í Dublin. Anthony Pilkington, leikamaður Cardiff City, kom Írum í 1-0 eftir níu mínútur en Max Diskerud jafnaði á 39. mínútu eftir undirbúning Chris Wondolowski. Robbie Brady leikmaður Hull City (tvö mörk) og James McClean, leikmaður Wigan tryggðu Írum síðan sigurinn með þremur mörkum í seinni hálfleiknum.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Danir töpuðu í Rúmeníu Danska fótboltalandsliðið náði ekki að fylgja eftir sigri á Serbum um síðustu helgi þegar liðið tapaði 2-0 á móti Rúmeníu í vináttulandsleik í Búkarest í kvöld. 18. nóvember 2014 20:34 Helsti keppinautur Kolbeins enn á ný á skotskónum Arkadiusz Milik, framherji Ajax, skoraði seinna mark Pólverja í 2-2 jafntefli á móti Sviss í vináttulandsleik í Wroclaw í Póllandi í kvöld. 18. nóvember 2014 21:47 Stórglæsilegt mark Roberto Firmino tryggði Brössum sigur Glæsilegt sigurmark varamannsins Roberto Firmino tryggði Brasilíumönnum 2-1 sigur á Austurríki í vináttulandsleik í kvöld en spilað var á Ernst-Happel leikvanginum í Vín. 18. nóvember 2014 19:57 Messi og Ronaldo spiluðu bara fyrri hálfleikinn - Þýskaland vann Spán Áhorfendur á Old Trafford fengu bara 45 mínútur af Lionel Messi og Cristiano Ronaldo þegar Portúgal vann 1-0 sigur á Argentínu í vináttulandsleik í Manchester í kvöld. Sigurmarkið kom á lokamínútunni alveg eins og sigurmark Þjóðverja á móti Spáni. 18. nóvember 2014 21:44 Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira
Danir töpuðu í Rúmeníu Danska fótboltalandsliðið náði ekki að fylgja eftir sigri á Serbum um síðustu helgi þegar liðið tapaði 2-0 á móti Rúmeníu í vináttulandsleik í Búkarest í kvöld. 18. nóvember 2014 20:34
Helsti keppinautur Kolbeins enn á ný á skotskónum Arkadiusz Milik, framherji Ajax, skoraði seinna mark Pólverja í 2-2 jafntefli á móti Sviss í vináttulandsleik í Wroclaw í Póllandi í kvöld. 18. nóvember 2014 21:47
Stórglæsilegt mark Roberto Firmino tryggði Brössum sigur Glæsilegt sigurmark varamannsins Roberto Firmino tryggði Brasilíumönnum 2-1 sigur á Austurríki í vináttulandsleik í kvöld en spilað var á Ernst-Happel leikvanginum í Vín. 18. nóvember 2014 19:57
Messi og Ronaldo spiluðu bara fyrri hálfleikinn - Þýskaland vann Spán Áhorfendur á Old Trafford fengu bara 45 mínútur af Lionel Messi og Cristiano Ronaldo þegar Portúgal vann 1-0 sigur á Argentínu í vináttulandsleik í Manchester í kvöld. Sigurmarkið kom á lokamínútunni alveg eins og sigurmark Þjóðverja á móti Spáni. 18. nóvember 2014 21:44