Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur staðfest að Jack Wilshere verði ekki með liðinu gegn Anderlecht í Meistaradeild Evrópu annað kvöld.
Wilshere meiddist á hné í síðustu viku og missti því af 3-0 sigri Arsenal á Burnley um helgina. Meiðslin voru smávægileg en Wilshere veiktist og gat af þeim sökum ekki æft fyrir leikinn á morgun.
Wenger staðfesti að leikmannahópurinn yrði eins skipaður á morgun og hann var um helgina og að Wilshere verði leikfær fyrir leik Arsenal gegn Swansea á sunnudag.
Aaron Ramsay var að glíma við sömu veikindi og Wilshere í síðustu viku en svo virðist sem að aðrir leikmenn félagsins hafi sloppið.
Arsenal nær með sigri á morgun að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evróppu en liðið er með sex stig í öðru sæti D-riðils, þremur á eftir Dortmund en fimm á undan Anderlecht og Galatasaray.
Wilshere ekki með gegn Anderlecht
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið







Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn



Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
