Þar að auki verður Pellegrini án þeirra Fernandinho og Yaya Toure gegn Bayern en þeir fengu báðir að líta rauða spjaldið í gær.
„Það er krísa hvað sjálfstraust liðsins varðar og við verðum að komast að ástæðu þess með því að ræða við leikmennina á hverjum degi,“ sagði Pellegrini eftir leikinn í gær.
„Við verðum að reyna að komast að því hvað veldur því að liðið nær ekki árangri í Meistaradeildinni. Þetta eru mikilvægir leikmenn og ég skil ekki af hverju þeir geta ekki spilað í Meistaradeildinni.“
„Maður á þó aldrei að afskrifa möguleikana á meðan það er enn tölfræðilega hægt að komast áfram. Maður verður bara að leggja mikið á sig og byrja að spila aftur af eðlilegri getu.“
Gríski dómarinn Tasos Sidoropolous tók umdeildar ákvarðanir í gær en Pellegrini neitaði að skella skuldinni á hann. „Ég vil engar afsökunar fyrir okkar frammistöðu. Ég vil ekki tengja dómarann við niðurstöðu leiksins,“ sagði Pellegrini.