„Þetta er gleðileg stund fyrir mig. Mér finnst þetta frábært en mikilvægast var að fá þrjú stig svo að við komumst áfram í 16-liða úrslitin. Við fengum stigin þrjú og því er ég ánægður,“ sagði Messi sem hefur nú skorað 71 mark í Meistaradeild Evrópu.
„Það er ekkert eitt mark sem ég minnist sérstaklega. Ég vil alltaf skora og ég mun fyrst og fremst muna hversu mörg mörk ég skoraði. Þar að auki hef ég alltaf sagt að mörk í úrslitaleikjum eru eftirminnilegust.“
Luis Enrique, stjóri Barcelona, hrósaði framherjanum mjög eftir leikinn. „Messi er án nokkurs vafa besti leikmaður sem ég hef séð, bæði sem leikmaður og þjálfari,“ sagði hann.