Lagt til að sameina Kjöl og Bakkakot Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. nóvember 2014 15:00 Mynd/GKJ Líklegt er að nýr golfklúbbur verði stofnaður í Mosfellsbæ í lok ársins eftir saminingu Golfklúbbsins Kjalar og Golfklúbbs Bakkakots í Mosfellsdal. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem formenn klúbbana sendu frá sér og birtist á kylfingi.is. Stjórnir beggja hafa komist að samkomulagi um sameiningu en næsta skref er að boða til félagsfundar þar sem hugmyndirnar um sameininguna verða kynntar. Yfirlýsinguna má lesa hér fyrir neðan: „Klúbbarnir munu í framhaldinu boða formlega til þriggja funda með félagsmönnum sínum til að fara yfir og svo kjósa um sameiningu klúbbanna. Meðlimir klúbbanna munu fá send kynningargögn vegna sameiningarinnar í byrjun nóvember. Í framhaldinu munu klúbbarnir boða kynningarfund um miðjan nóvember mánuð þar sem hægt verður að svara spurningum félagsmanna varðandi málið. Kosningafundir um sameiningu verða boðaðir í framhaldinu og þeim lokið áður en aðalfundir klúbbana fara fram í byrjun desember. Það er von beggja stjórna að málið fái brautargengi meðal félagsmanna enda telja stjórnir klúbbanna að í sameiningu klúbbanna verði til nýr og sterkur golfklúbbur sem verði í góðri stöðu til að þjónusta félagsmenn sína og gesti með fjölbreyttum golfvallarsvæðum og góðu félagsstarfi. Mikil áhersla verður lögð á að halda eftir öllu því besta sem báðir klúbbar hafa byggt upp en á sama tíma að horfa til framtíðar með metnaðarfulla uppbyggingu í huga sem fer í gang strax á nýju ári. Fyrir hönd stjórnar GKJ, Guðjón Karl Þórisson, formaður Fyrir hönd stjórnar GOB, Gunnar Ingi Björnsson, formaður“ Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Líklegt er að nýr golfklúbbur verði stofnaður í Mosfellsbæ í lok ársins eftir saminingu Golfklúbbsins Kjalar og Golfklúbbs Bakkakots í Mosfellsdal. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem formenn klúbbana sendu frá sér og birtist á kylfingi.is. Stjórnir beggja hafa komist að samkomulagi um sameiningu en næsta skref er að boða til félagsfundar þar sem hugmyndirnar um sameininguna verða kynntar. Yfirlýsinguna má lesa hér fyrir neðan: „Klúbbarnir munu í framhaldinu boða formlega til þriggja funda með félagsmönnum sínum til að fara yfir og svo kjósa um sameiningu klúbbanna. Meðlimir klúbbanna munu fá send kynningargögn vegna sameiningarinnar í byrjun nóvember. Í framhaldinu munu klúbbarnir boða kynningarfund um miðjan nóvember mánuð þar sem hægt verður að svara spurningum félagsmanna varðandi málið. Kosningafundir um sameiningu verða boðaðir í framhaldinu og þeim lokið áður en aðalfundir klúbbana fara fram í byrjun desember. Það er von beggja stjórna að málið fái brautargengi meðal félagsmanna enda telja stjórnir klúbbanna að í sameiningu klúbbanna verði til nýr og sterkur golfklúbbur sem verði í góðri stöðu til að þjónusta félagsmenn sína og gesti með fjölbreyttum golfvallarsvæðum og góðu félagsstarfi. Mikil áhersla verður lögð á að halda eftir öllu því besta sem báðir klúbbar hafa byggt upp en á sama tíma að horfa til framtíðar með metnaðarfulla uppbyggingu í huga sem fer í gang strax á nýju ári. Fyrir hönd stjórnar GKJ, Guðjón Karl Þórisson, formaður Fyrir hönd stjórnar GOB, Gunnar Ingi Björnsson, formaður“
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira