Magnaður Mugison Stefán Árni Pálsson skrifar 8. nóvember 2014 11:20 vísir/haraldur/andri marinó Íslendingar eru góðu vanir þegar kemur að tónlistarfólki hér á landi en í gærkvöldi bar Mugison af á Iceland Airwaves. Tónleikar hans hófust klukkan níu í Silfurbergi í Hörpu og var salurinn orðinn troðfullur á slaginu. Mugison lék listir sínar í um fjörutíu mínútur og var hvert einasta augnablik þess virði að standa í þvögunni þar sem varla var þverfóta fyrir aðdáendum. Sjálfur var hann frábær, þéttur og vel rokkaður. Þeir tónlistarmenn sem voru með honum á sviðinu í Hörpunni voru alls ekki síðri og lék bandið einstaklega vel saman. Hápunktur tónleikanna var þegar Mugison tók lagið Gúanóstelpan ásamt eiginkonu sinni, Rúnu Esradóttur, en lagið samdi hann til hennar. Ótrúlega einlæg framkoma og það mátti finna fyrir mikilli tengingu milli áhorfenda og þeirra hjóna. Meistarinn lauk síðan tónleikunum með rokkaðri útgáfu af Murr Murr og þá varð allt gjörsamlega vitlaust í salnum. Við erum heppin að eiga þennan listamann, hann er yndislegur. Airwaves Gagnrýni Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Íslendingar eru góðu vanir þegar kemur að tónlistarfólki hér á landi en í gærkvöldi bar Mugison af á Iceland Airwaves. Tónleikar hans hófust klukkan níu í Silfurbergi í Hörpu og var salurinn orðinn troðfullur á slaginu. Mugison lék listir sínar í um fjörutíu mínútur og var hvert einasta augnablik þess virði að standa í þvögunni þar sem varla var þverfóta fyrir aðdáendum. Sjálfur var hann frábær, þéttur og vel rokkaður. Þeir tónlistarmenn sem voru með honum á sviðinu í Hörpunni voru alls ekki síðri og lék bandið einstaklega vel saman. Hápunktur tónleikanna var þegar Mugison tók lagið Gúanóstelpan ásamt eiginkonu sinni, Rúnu Esradóttur, en lagið samdi hann til hennar. Ótrúlega einlæg framkoma og það mátti finna fyrir mikilli tengingu milli áhorfenda og þeirra hjóna. Meistarinn lauk síðan tónleikunum með rokkaðri útgáfu af Murr Murr og þá varð allt gjörsamlega vitlaust í salnum. Við erum heppin að eiga þennan listamann, hann er yndislegur.
Airwaves Gagnrýni Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira