Markasúpa Ronaldo og félaga | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2014 12:30 Óhætt er að segja að spænska stórliðið Real Madrid hafi farið á kostum í undanförnum leikjum. Í gær unnu Evrópumeistararnir Rayo Vallecano 5-1 á heimavelli, en liðið hefur nú unnið 13 leiki í röð í öllum keppnum, skorað 52 mörk og aðeins fengið á sig átta. Mörkin úr leiknum í gær má sjá í spilaranum hér að ofan. Alls hefur Real Madrid skorað 42 mörk í 11 leikjum í spænsku úrvalsdeildinni í vetur, en rúm 60 ár eru síðan lið var komið með svo mörg mörk eftir 11 deildarleiki. Það gerðist síðast tímabilið 1950-51. Þá skoraði Real Madrid einnig 42 mörk í fyrstu 11 leikjunum, en heldur hægðist á markaskorinu eftir það. Real skoraði alls 80 mörk í 30 leikjum tímabilið 1950-51, en endaði samt í 9. sæti af 16 liðum. Athletic Bilbao á metið yfir flest mörk eftir 11 leiki í efstu deild á Spáni, en tímabilið 1930-31 skoruðu Baskarnir 49 mörk í fyrstu 11 umferðunum. Athletic skoraði alls 73 mörk það tímabil, í 18 leikjum, sem gera 4,1 mark að meðaltali í leik.Flest mörk eftir 11 umferðir í La Liga: Athletic Bilbao (1930-31) - 49 Sevilla (1940-41) - 46 Real Madrid (1950-51) - 42 Real Madrid (2014-15) - 42 Barcelona (1950-51) - 41Ronaldo og Benzema fagna marki í gær.Vísir/GettyCristiano Ronaldo er markahæsti leikmaður Real Madrid í deildinni til þessa, en Portúgalinn ótrúlegi er búinn að skora 18 mörk í aðeins tíu leikjum, sem gera tæplega tvö mörk að meðaltali í leik. Ronaldo skoraði fimmta og síðasta mark Real gegn Rayo Vallecano í gær og varð þar með fyrsti leikmaðurinn í sögu félagsins sem skorar í 10 deildarleikjum í röð. Karim Benzema kemur næstur með sex mörk, en hann skoraði eitt gegn Rayo Vallecano í gær og komst þar með upp í 14. sæti yfir markahæstu leikmenn Real Madrid frá upphafi. Frakkinn hefur nú skorað 122 mörk, en í gær fór hann fram úr Gonzalo Higuaín og Juanito á markalistanum. Benzema þarf þrjú mörk til að komast yfir næsta mann á listanum, Pahiño, sem skoraði 124 mörk fyrir Real á árunum 1948-1953.Þessir hafa skorað mörkin 42 fyrir Real Madrid í La Liga á tímabilinu: Cristiano Ronaldo - 18 Karim Benzema - 6 Gareth Bale - 5 James Rodríguez - 4 Javier Hernández - 3 Sergio Ramos - 2 Isco - 1 Pepe - 1 Luka Modric - 1 Toni Kroos - 1 Spænski boltinn Tengdar fréttir Þrettándi sigur Real í röð Ótrúleg sigurganga Real Madrid heldur áfram. 8. nóvember 2014 00:01 Ronaldo með sjö mörkum meira en allt Liverpool-liðið Cristiano Ronaldo og félagar í Real Madrid taka í kvöld á móti Liverpool í fjórðu umferð Meistaradeildarinnar og enska liðið mun örugglega eiga í fullu fangi með að hægja á portúgalska snillingnum í þessum leik. 4. nóvember 2014 15:30 Öll mörk gærkvöldsins í Meistaradeildinni Sjáðu umfjöllun um alla leiki gærkvöldsins í Meistaradeild Evrópu. 5. nóvember 2014 08:07 Varalið Liverpool tapaði aðeins með einu marki í Madrid Flestir bjuggust við því að Real Madrid myndi skora fjölda marka í kvöld er þeir sáu liðsuppstillinguna hjá Liverpool. Ekkert varð af markaveislunni en Liverpool tapaði samt. 4. nóvember 2014 11:23 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Katla skoraði annan leikinn í röð Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Óhætt er að segja að spænska stórliðið Real Madrid hafi farið á kostum í undanförnum leikjum. Í gær unnu Evrópumeistararnir Rayo Vallecano 5-1 á heimavelli, en liðið hefur nú unnið 13 leiki í röð í öllum keppnum, skorað 52 mörk og aðeins fengið á sig átta. Mörkin úr leiknum í gær má sjá í spilaranum hér að ofan. Alls hefur Real Madrid skorað 42 mörk í 11 leikjum í spænsku úrvalsdeildinni í vetur, en rúm 60 ár eru síðan lið var komið með svo mörg mörk eftir 11 deildarleiki. Það gerðist síðast tímabilið 1950-51. Þá skoraði Real Madrid einnig 42 mörk í fyrstu 11 leikjunum, en heldur hægðist á markaskorinu eftir það. Real skoraði alls 80 mörk í 30 leikjum tímabilið 1950-51, en endaði samt í 9. sæti af 16 liðum. Athletic Bilbao á metið yfir flest mörk eftir 11 leiki í efstu deild á Spáni, en tímabilið 1930-31 skoruðu Baskarnir 49 mörk í fyrstu 11 umferðunum. Athletic skoraði alls 73 mörk það tímabil, í 18 leikjum, sem gera 4,1 mark að meðaltali í leik.Flest mörk eftir 11 umferðir í La Liga: Athletic Bilbao (1930-31) - 49 Sevilla (1940-41) - 46 Real Madrid (1950-51) - 42 Real Madrid (2014-15) - 42 Barcelona (1950-51) - 41Ronaldo og Benzema fagna marki í gær.Vísir/GettyCristiano Ronaldo er markahæsti leikmaður Real Madrid í deildinni til þessa, en Portúgalinn ótrúlegi er búinn að skora 18 mörk í aðeins tíu leikjum, sem gera tæplega tvö mörk að meðaltali í leik. Ronaldo skoraði fimmta og síðasta mark Real gegn Rayo Vallecano í gær og varð þar með fyrsti leikmaðurinn í sögu félagsins sem skorar í 10 deildarleikjum í röð. Karim Benzema kemur næstur með sex mörk, en hann skoraði eitt gegn Rayo Vallecano í gær og komst þar með upp í 14. sæti yfir markahæstu leikmenn Real Madrid frá upphafi. Frakkinn hefur nú skorað 122 mörk, en í gær fór hann fram úr Gonzalo Higuaín og Juanito á markalistanum. Benzema þarf þrjú mörk til að komast yfir næsta mann á listanum, Pahiño, sem skoraði 124 mörk fyrir Real á árunum 1948-1953.Þessir hafa skorað mörkin 42 fyrir Real Madrid í La Liga á tímabilinu: Cristiano Ronaldo - 18 Karim Benzema - 6 Gareth Bale - 5 James Rodríguez - 4 Javier Hernández - 3 Sergio Ramos - 2 Isco - 1 Pepe - 1 Luka Modric - 1 Toni Kroos - 1
Spænski boltinn Tengdar fréttir Þrettándi sigur Real í röð Ótrúleg sigurganga Real Madrid heldur áfram. 8. nóvember 2014 00:01 Ronaldo með sjö mörkum meira en allt Liverpool-liðið Cristiano Ronaldo og félagar í Real Madrid taka í kvöld á móti Liverpool í fjórðu umferð Meistaradeildarinnar og enska liðið mun örugglega eiga í fullu fangi með að hægja á portúgalska snillingnum í þessum leik. 4. nóvember 2014 15:30 Öll mörk gærkvöldsins í Meistaradeildinni Sjáðu umfjöllun um alla leiki gærkvöldsins í Meistaradeild Evrópu. 5. nóvember 2014 08:07 Varalið Liverpool tapaði aðeins með einu marki í Madrid Flestir bjuggust við því að Real Madrid myndi skora fjölda marka í kvöld er þeir sáu liðsuppstillinguna hjá Liverpool. Ekkert varð af markaveislunni en Liverpool tapaði samt. 4. nóvember 2014 11:23 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Katla skoraði annan leikinn í röð Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Ronaldo með sjö mörkum meira en allt Liverpool-liðið Cristiano Ronaldo og félagar í Real Madrid taka í kvöld á móti Liverpool í fjórðu umferð Meistaradeildarinnar og enska liðið mun örugglega eiga í fullu fangi með að hægja á portúgalska snillingnum í þessum leik. 4. nóvember 2014 15:30
Öll mörk gærkvöldsins í Meistaradeildinni Sjáðu umfjöllun um alla leiki gærkvöldsins í Meistaradeild Evrópu. 5. nóvember 2014 08:07
Varalið Liverpool tapaði aðeins með einu marki í Madrid Flestir bjuggust við því að Real Madrid myndi skora fjölda marka í kvöld er þeir sáu liðsuppstillinguna hjá Liverpool. Ekkert varð af markaveislunni en Liverpool tapaði samt. 4. nóvember 2014 11:23