Fótbolti

Fékk á sig sigurmark á 94. mínútu í 500. leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gianluigi Buffon var ekki alltof sáttur í leikslok en þakkaði fyrir stuðninginn.
Gianluigi Buffon var ekki alltof sáttur í leikslok en þakkaði fyrir stuðninginn. Vísir/AFP
Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, spilaði tímamótaleik í gærkvöldi þegar Juventus sótti Genoa heima en það er ekki að segja að hann hafi endaði vel fyrir einn besta markvörð allra tíma.

Buffon lék þarna sinn 500. keppnisleik fyrir Juventus og bar fyrir vikið sérstakt fyrirliðaband. Þetta gekk vel hjá honum og hann var búinn að halda hreinu fram í uppbótartíma.

Liðsfélagar hans fengu fjölda færa til að gera út um leikinn og skutu meðal annars tvisvar sinnum í stöngina.

Genoa-liðið tókst síðan að skora sigurmarkið á fjórðu mínútu í uppbótartíma þegar varamaðurinn Luca Antonini skoraði eina mark leiksins.

Enginn markvörður hefur haldið oftar hreinu í sögu Seríu A á Ítalíu en Buffon var örfáum mínútum frá því að bæta við metið sitt í tímamótaleiknum.

Gianluigi Buffon kom til Juventus árið 2001 fyrir 32 milljónir punda sem er ennþá það mesta sem hefur verið borgað fyrir markvörð.

Buffon er nú í 4. sæti yfir flesta keppnisleiki með félaginu frá upphafi á eftir þeim Alessandro Del Piero (705), Gaetano Scirea (552) og Giuseppe Furino (528).

Vísir/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×