Jordan: Obama getur ekkert í golfi 31. október 2014 16:00 Jordan var mættur á Ryder Cup um daginn. Þar reykti hann risavindla. vísir/getty Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan fer á kostum í ruslatalinu þessa dagana. Hann er nýbúinn að pakka atvinnukylfingnum Keegan Bradley saman á Twitter og nú síðast tók hann forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, í gegn. Jordan var ekki bara stórbrotinn körfuboltamaður heldur voru fáir betra í ruslatalinu á vellinum. Hann kunni að komast inn í hausinn á andstæðingnum. Jordan kann greinilega enn þá list að rífa kjaft. Hann var í viðtali hjá sjónvarpsmanninum og vini sínum Ahmad Bradshaw og þar var Jordan meðal annars spurður út í hvernig draumahollið hans í golfi myndi líta út. Jordan er sjálfur mikið í golfi. „Ég myndi í það minnsta ekki taka þig með í hollið," sagði Jordan brattur. „Ég myndi taka Arnold Palmer. Ég myndi ekki taka Obama í hollið. Hann getur ekkert og við yrðum allan daginn að klára hringinn," sagði Jordan en hann hefur ekki enn spilað golfhring með forsetanum. Golf Tengdar fréttir Jordan fór á kostum á Twitter Besti körfuboltamaður sögunnar, Michael Jordan, reyndi fyrir sér á Twitter í fyrsta skipti í gær. 29. október 2014 23:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan fer á kostum í ruslatalinu þessa dagana. Hann er nýbúinn að pakka atvinnukylfingnum Keegan Bradley saman á Twitter og nú síðast tók hann forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, í gegn. Jordan var ekki bara stórbrotinn körfuboltamaður heldur voru fáir betra í ruslatalinu á vellinum. Hann kunni að komast inn í hausinn á andstæðingnum. Jordan kann greinilega enn þá list að rífa kjaft. Hann var í viðtali hjá sjónvarpsmanninum og vini sínum Ahmad Bradshaw og þar var Jordan meðal annars spurður út í hvernig draumahollið hans í golfi myndi líta út. Jordan er sjálfur mikið í golfi. „Ég myndi í það minnsta ekki taka þig með í hollið," sagði Jordan brattur. „Ég myndi taka Arnold Palmer. Ég myndi ekki taka Obama í hollið. Hann getur ekkert og við yrðum allan daginn að klára hringinn," sagði Jordan en hann hefur ekki enn spilað golfhring með forsetanum.
Golf Tengdar fréttir Jordan fór á kostum á Twitter Besti körfuboltamaður sögunnar, Michael Jordan, reyndi fyrir sér á Twitter í fyrsta skipti í gær. 29. október 2014 23:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Jordan fór á kostum á Twitter Besti körfuboltamaður sögunnar, Michael Jordan, reyndi fyrir sér á Twitter í fyrsta skipti í gær. 29. október 2014 23:30