Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan fer á kostum í ruslatalinu þessa dagana.
Hann er nýbúinn að pakka atvinnukylfingnum Keegan Bradley saman á Twitter og nú síðast tók hann forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, í gegn.
Jordan var ekki bara stórbrotinn körfuboltamaður heldur voru fáir betra í ruslatalinu á vellinum. Hann kunni að komast inn í hausinn á andstæðingnum. Jordan kann greinilega enn þá list að rífa kjaft.
Hann var í viðtali hjá sjónvarpsmanninum og vini sínum Ahmad Bradshaw og þar var Jordan meðal annars spurður út í hvernig draumahollið hans í golfi myndi líta út. Jordan er sjálfur mikið í golfi.
„Ég myndi í það minnsta ekki taka þig með í hollið," sagði Jordan brattur.
„Ég myndi taka Arnold Palmer. Ég myndi ekki taka Obama í hollið. Hann getur ekkert og við yrðum allan daginn að klára hringinn," sagði Jordan en hann hefur ekki enn spilað golfhring með forsetanum.
