Billy Hurley efstur á CIMB Classic eftir tvo hringi 31. október 2014 13:10 Sergio Garcia er í toppbaráttunni í Kuala Lumpur AP Bandaríkjamaðurinn Billy Hurley kann greinilega vel við sig í Malasíu en hann leiðir á CIMB Classic eftir tvo hringi á tíu höggum undir pari. Landi hans, Kevin Streelman, er í öðru sæti á átta höggum undir pari en skor kylfinga hefur verið óvenju gott á hinum erfiða Kuala Lumpur velli. Nokkur stór nöfn deila þriðja sætinu á sjö höggum undir pari en þar má helst nefna Sergio Garcia sem er kominn aftur út á golfvöllinn eftir verðskuldað frí eftir Ryder-bikarinn. Þá er sigurvegari síðasta árs, Ryan Moore, einnig á sjö höggum undir pari ásamt Lee Westwood sem fór á kostum á öðrum hring, lék á 65 höggum eða sjö undir pari og fór holu í höggi í þokkabót. Svíinn Rikard Karlberg sem leiddi mótið eftir fyrsta hring fann heldur betur fyrir pressunni á öðrum degi en hann kom inn á 76 höggum eða fjórum yfir pari. Hann féll því langt niður skortöfluna en hann er jafn í 24. sæti á þremur höggum undir pari ásamt mörgum öðrum kylfingum. Bæði verður sýnt frá CIMB Classic og BMW Masters sem er eitt stærsta mót ársins á Erópumótaröðinni á Golfstöðinni um helgina en flestir af bestu kylfingum heims eru skráðir til leiks í öðru hvoru mótinu. Eftir tvo hringi á BMW Masters sem fram fer í Kína er hinn högglangi Nicolas Colsaerts frá Belgíu í forystunni en hann er á 14 höggum undir pari. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Billy Hurley kann greinilega vel við sig í Malasíu en hann leiðir á CIMB Classic eftir tvo hringi á tíu höggum undir pari. Landi hans, Kevin Streelman, er í öðru sæti á átta höggum undir pari en skor kylfinga hefur verið óvenju gott á hinum erfiða Kuala Lumpur velli. Nokkur stór nöfn deila þriðja sætinu á sjö höggum undir pari en þar má helst nefna Sergio Garcia sem er kominn aftur út á golfvöllinn eftir verðskuldað frí eftir Ryder-bikarinn. Þá er sigurvegari síðasta árs, Ryan Moore, einnig á sjö höggum undir pari ásamt Lee Westwood sem fór á kostum á öðrum hring, lék á 65 höggum eða sjö undir pari og fór holu í höggi í þokkabót. Svíinn Rikard Karlberg sem leiddi mótið eftir fyrsta hring fann heldur betur fyrir pressunni á öðrum degi en hann kom inn á 76 höggum eða fjórum yfir pari. Hann féll því langt niður skortöfluna en hann er jafn í 24. sæti á þremur höggum undir pari ásamt mörgum öðrum kylfingum. Bæði verður sýnt frá CIMB Classic og BMW Masters sem er eitt stærsta mót ársins á Erópumótaröðinni á Golfstöðinni um helgina en flestir af bestu kylfingum heims eru skráðir til leiks í öðru hvoru mótinu. Eftir tvo hringi á BMW Masters sem fram fer í Kína er hinn högglangi Nicolas Colsaerts frá Belgíu í forystunni en hann er á 14 höggum undir pari.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira