Kylfingurinn Rory McIlroy hefur engan tíma til að spila golf á næstunni því hann er á leiðinni í dómssal.
„Ég þarf að taka mér frí frá golfi til þess að undirbúa réttarhöldin," sagði McIlroy.
Málið sem hann er á leið í er gegn fyrrverandi umboðsskrifstofu hans sem McIlroy segir hafa misnotað aðstöðu sína.
Er hann samdi við Horizon Sports Management á sínum tíma þá samdi hann um að Horizon fengi 20 prósent af öllum launum hans utan golfvallarins. Það sættir McIlroy sig ekki við og neitar að greiða meira en 7 prósent.
Hann hætti hjá skrifstofunni í maí í fyrra og fór í mál. Norður-Írinn segir að hann hafi ekki fengið heiðarlega lögfræðiaðstoð er hann samdi ungur og blautur á bak við eyrun.
Hann mun missa af næstu mótum til þess að undirbúa sig fyrir réttarhaldið sem hefst í febrúar á næsta ári.
Rory farinn í frí til þess að undirbúa dómsmál

Mest lesið



Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo
Enski boltinn







Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn