Liðin sem voru í eldlínunni í gær settu nýtt met á átta leikja kvöldi í Meistaradeildinni því aldrei áður höfðu verið skora svona mörg mörk á slíku kvöldi. 40 mörk í átta leikjum þýða fimm mörk að meðaltali í leik.
Arnar Björnsson fór yfir gang mála með þeim Magnúsi Gylfasyni og Gunnleifi Gunnleifssyni en þar var fjallað um alla átta leiki gærkvöldsins í 3. umferðinni í riðlum E til H.
Hér fyrir neðan má sjá öll þessi 40 mörk og umfjöllun sérfræðinganna um það sem stóð upp úr í þessum átta eftirminnilegu leikjum.