Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir það skipta litlu fyrir sitt lið að Real Madrid verði án Gareth Bale í kvöld.
Liðin mætast þá í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á Anfield en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
„Gareth Bale er heimsklassaleikmaður en hópurinn hjá Real er risastór. Þeir geta tekið inn mann eins og Isco þannig að ég tel okkur ekki græða mikið á því að vera lausir við Bale," sagði Rodgers.
„Þetta verður gríðarlega erfiður leikur fyrir okkur. Real er auðvitað með Cristiano Ronaldo sem er án vafa besti leikmaður heims í dag. Hann er ótrúlegur. Við verðum að skipuleggja okkur vel og reyna að valda þeim vandræðum."
Rodgers: Ronaldo er besti leikmaður heims

Fleiri fréttir
