Arsene Wenger, stjóri Arsenal, fagnaði 65 ára afmæli sínu í dag og svo virtist sem að Belgarnir ætluðu að spilla gleðinni er Andy Nejar kom Anderlecht yfir með skallamarki á 71. mínútu.
En jöfnunarmarkið kom á 89. mínútu er Kieran Gibbs skoraði með góðu skoti. Það var svo Lukas Podolski sem tryggði Arsenal dramatískan sigur stuttu síðar er hann skoraði af stuttu færi.
Arsenal er því í góðri stöðu í öðru sæti riðilsins með sex stig en Anderlecht og Galatasaray eru bæði með eitt stig. Þýska liðið Dortmund er þó á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir.