„Þetta var sérstakt, og það var gaman að skora mitt fyrsta mark á Anfield. Ég er mjög ánægður. Þetta er frábært,“ sagði CristianoRonaldo eftir 3-0 sigur Real Madrid á Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld.
„Við vissum að það er erfitt að spila á Anfield, en við vorum frábærir fyrstu 45 mínúturnar og verðskulduðum sigurinn.“
Ronaldo heldur áfram að raða inn mörkum í Meistaradeildinni og nálgast markametið sem Spánverjinn Raúl á.
„Ég hef engar áhyggjur af markametinu, ég veit að ég næ því. Ég og LionelMessi eru nálægt því. Það besta er að liðið er komið með níu stig,“ sagði Ronaldo sem er fullviss um að Real geti verið Meistaradeildartitilinn.
„Af hverju ekki? Við tökum þetta skref fryrir skref en við munum reyna. Við vitum að þetta verður erfitt en það er alveg mögulegt,“ sagði Cristiano Ronaldo.
Hér má sjá öll mörkin úr leiknum.
