Poulter: Ákvarðanir Watsons voru stórfurðulegar Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. október 2014 15:00 Tom Watson vann sem fyrirliði 1993 en tapaði í ár. Ian Poulter var í sigurliði Evrópu. vísir/getty Enski kylfingurinn Ian Poulter, sem var í sigurliði Evrópu í Ryder-bikarnum í ár, segir það stórfurðulegt hvernig TomWatson, fyrirliði bandaríska liðsins, stýrði sínum mönnum. Watson var harðlega gagnrýndur fyrir sumar ákvarðanir sem hann tók á mótinu, en Evrópa varði titilinn sem liðið vann í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum síðan með sigri upp á 16 og hálfan vinning gegn ellefum og hálfum. „Ákvarðanir Tom Watsons voru stórfurðulegar og óskiljanlegar. Þær hvöttu okkur alveg til dáða. Þetta var mjög undarlegt,“ segir Poulter í nýútkominni ævisögu sinni. Poulter fannst til dæmis skrítið að Watson skildi ekki hafa parað PhilMickelson og Keegan Bradley saman á laugardeginum. Mickelson og Bradley unnu alla þrjá leikina sem þeir spiluðu saman fyrir tveimur árum og annan af tveimur sem þeir spiluðu saman á föstudeginum í ár. „Flestir í evrópska liðinu áttu ekki orð þegar þeir sáu liðin á laugardeginum og þeir voru ekki saman. Það sagði okkur bara að það voru vandræði í herbúðum Bandaríkjanna. Það er eina ástæðan fyrir því að para ekki saman kylfinga á borð við þá tvo,“ segir Ian Poulter. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Enski kylfingurinn Ian Poulter, sem var í sigurliði Evrópu í Ryder-bikarnum í ár, segir það stórfurðulegt hvernig TomWatson, fyrirliði bandaríska liðsins, stýrði sínum mönnum. Watson var harðlega gagnrýndur fyrir sumar ákvarðanir sem hann tók á mótinu, en Evrópa varði titilinn sem liðið vann í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum síðan með sigri upp á 16 og hálfan vinning gegn ellefum og hálfum. „Ákvarðanir Tom Watsons voru stórfurðulegar og óskiljanlegar. Þær hvöttu okkur alveg til dáða. Þetta var mjög undarlegt,“ segir Poulter í nýútkominni ævisögu sinni. Poulter fannst til dæmis skrítið að Watson skildi ekki hafa parað PhilMickelson og Keegan Bradley saman á laugardeginum. Mickelson og Bradley unnu alla þrjá leikina sem þeir spiluðu saman fyrir tveimur árum og annan af tveimur sem þeir spiluðu saman á föstudeginum í ár. „Flestir í evrópska liðinu áttu ekki orð þegar þeir sáu liðin á laugardeginum og þeir voru ekki saman. Það sagði okkur bara að það voru vandræði í herbúðum Bandaríkjanna. Það er eina ástæðan fyrir því að para ekki saman kylfinga á borð við þá tvo,“ segir Ian Poulter.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira