Forseti PGA rekinn eftir ummæli sín um Ian Poulter 28. október 2014 16:30 Ted Bishop var umdeildur forseti. AP Eftir að hafa svarað gagnrýni Ian Poulter á Tom Watson og Nick Faldo hefur Ted Bishop verið sagt upp störfum sem forseta PGA í Bandaríkjunum. Í nýútgefinni bók sinni fjallar Ian Poulter um frammistöðu Faldo og Watson sem fyrirliðar í Ryder-bikarnum en gagnrýnin á þeirra störf fór eitthvað illa ofan í Bishop sem fór mikinn á samskiptamiðlum í kjölfarið.Þar kallaði hann Poulter meðal annars „litla stelpu“ og gaf út að hann ætti ekki að gagnrýna menn sem hefðu áorkað meiru í íþróttinni heldur en hann. Ummæli Bishop þóttu mjög óviðeigandi og PGA í Bandaríkjunum var fljótt að bregðast við en degi seinna var honum vikið úr starfi. „PGA sambandið skilur hversu ábyrgðarfullu hlutverki það gegnir í golfheiminum og við gerum miklar kröfur til okkar allra,“ segir í yfirlýsingu frá PGA sem gefin var út í kjölfarið. „Við reynum það sem við getum til þess að allir geti notið þess að iðka golf og ummæli Ted Bishop voru svo sannarlega ekki í anda þess sem PGA stendur fyrir. Við biðjumst velvirðingar á ummælum hans.“ Bishop hafði starfað sem forseti PGA í Bandaríkjunum frá árinu 2012 en forsetatíð hans hefði að öllu óbreyttu endað í lok nóvember. Hann hefur verið nokkuð umdeildur í starfi sínu en hann skrifaði á sínum tíma 85 blaðsíðna skýrslu um af hverju Tom Watson ætti að vera fyrirliði Ryderliðs Bandaríkjanna. Fyrirliðatíð Watson var ekki góð en bandaríska liðið tapaði illa fyrir því evrópska á Gleneagles í síðasta mánuði og töluverð dramatík var í kjölfarið um stjórnarhætti Watson eins og frægt er orðið. Þá beitti Bishop sér fyrir því að setja á laggirnar keppni um lengsta upphafshöggið á PGA-meistaramótinu, sem fór misvel ofan í marga af bestu kylfingum heims sem voru beðnir um að taka þátt. Nýr forseti PGA í Bandaríkjunum verður kosinn í lok nóvember á ársfundi sambandsins. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Eftir að hafa svarað gagnrýni Ian Poulter á Tom Watson og Nick Faldo hefur Ted Bishop verið sagt upp störfum sem forseta PGA í Bandaríkjunum. Í nýútgefinni bók sinni fjallar Ian Poulter um frammistöðu Faldo og Watson sem fyrirliðar í Ryder-bikarnum en gagnrýnin á þeirra störf fór eitthvað illa ofan í Bishop sem fór mikinn á samskiptamiðlum í kjölfarið.Þar kallaði hann Poulter meðal annars „litla stelpu“ og gaf út að hann ætti ekki að gagnrýna menn sem hefðu áorkað meiru í íþróttinni heldur en hann. Ummæli Bishop þóttu mjög óviðeigandi og PGA í Bandaríkjunum var fljótt að bregðast við en degi seinna var honum vikið úr starfi. „PGA sambandið skilur hversu ábyrgðarfullu hlutverki það gegnir í golfheiminum og við gerum miklar kröfur til okkar allra,“ segir í yfirlýsingu frá PGA sem gefin var út í kjölfarið. „Við reynum það sem við getum til þess að allir geti notið þess að iðka golf og ummæli Ted Bishop voru svo sannarlega ekki í anda þess sem PGA stendur fyrir. Við biðjumst velvirðingar á ummælum hans.“ Bishop hafði starfað sem forseti PGA í Bandaríkjunum frá árinu 2012 en forsetatíð hans hefði að öllu óbreyttu endað í lok nóvember. Hann hefur verið nokkuð umdeildur í starfi sínu en hann skrifaði á sínum tíma 85 blaðsíðna skýrslu um af hverju Tom Watson ætti að vera fyrirliði Ryderliðs Bandaríkjanna. Fyrirliðatíð Watson var ekki góð en bandaríska liðið tapaði illa fyrir því evrópska á Gleneagles í síðasta mánuði og töluverð dramatík var í kjölfarið um stjórnarhætti Watson eins og frægt er orðið. Þá beitti Bishop sér fyrir því að setja á laggirnar keppni um lengsta upphafshöggið á PGA-meistaramótinu, sem fór misvel ofan í marga af bestu kylfingum heims sem voru beðnir um að taka þátt. Nýr forseti PGA í Bandaríkjunum verður kosinn í lok nóvember á ársfundi sambandsins.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira