ISIS með skráð lén á Íslandi: "Það er í sjálfu sér ekki hægt að koma í veg fyrir þetta“ Stefán Árni Pálsson og Jón Júlíus Karlsson skrifar 11. október 2014 13:12 Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri ISNIC. Lén vefsíðu hryðjuverkasamtaka Íslamska ríkisins, ISIS, er skráð á Íslandi. Framkvæmdastjóri ISNIC - Internet á Íslandi segir það aðeins hafa verið tímaspursmál þar til að samtökin myndu útvega sér lén sem endar á .is. Hryðjuverkasamtök Íslamska ríkisins hafa verið í öllum helstu fjölmiðlum heims síðustu mánuði vegna ofbeldis og þjóðernishreinsanna í Írak og Sýrlandi. Ný vefsíða samstakanna, khilafah.is sem skráð var á Íslandi í september 2014, er hýst í Þýskalandi en er með íslensk lén og endar því á .is líkt og fjölmargar íslenskar vefsíður. Birgitta Jónsdóttir kafteinn Pírata, bendir á þetta á Twitter í morgun. Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri ISNIC, segir að það komi sér ekki á óvart að samtökin séu búin að útvega sé íslenskt lén. „Lénið er skráð 14. september og maðurinn sem skráður er fyrir síðunni segist vera búsettur í Nýja-Sjálandi,“ segir Jens Pétur. „Staðan er þessi að við erum með lén sem er skráð undir .is hjá ISNIC og rétthafinn samkvæmt skráningunni býr Nýja-Sjálandi og nafnaþjónarnir sem hýsa lénið eru staðsettur í Hamburg í Þýskalandi.“ Jens Pétur segir ISNIC lítið annað geta gert en að fylgja því eftir hvort að skráning síðunnar sé rétt. „Í raun og veru getur hver sem er verið með .is lén og þannig hefur það alltaf verið. Það er í sjálfu sér ekki hægt að koma í veg fyrir það. Það er voðalega erfitt fyrir ISNIC að svara því hvort hægt sé að gera eitthvað í málinu og hvað sem sé svosem aðgengilegt á þessari vefsíðu kemur ISNIC ekkert við.“ Jens segir einu leiðinni til að taka lénið niður væri ef skráandinn hefði gefið upp falskar upplýsingar. „Þá gætum við krafið hann um að leiðrétta þær og ef hann myndi ekki gera það gætum við lokað léninu vegna rangrar skráningar. Ef ISNIC fær úrskurð frá íslenskum dómsstólum þá að sjálfsögðu verðum við við því. Það þýðir aftur á móti ekki að vefsíðan sé horfin af internetinu.“ „Það er borðleggjandi að þessi ending vekur áhuga þeirra og þá nafnsins vegna. Ég held að þetta hljóti að teljast óheppilegt fyrir okkur Íslendinga.“Is the #ISIS new media website hosted in #Iceland or is it just .is nic aka domain hosting in #Iceland? http://t.co/bzJX56Qqab @smarimc— Birgitta Jónsdóttir (@birgittaj) October 11, 2014 Mið-Austurlönd Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Sjá meira
Lén vefsíðu hryðjuverkasamtaka Íslamska ríkisins, ISIS, er skráð á Íslandi. Framkvæmdastjóri ISNIC - Internet á Íslandi segir það aðeins hafa verið tímaspursmál þar til að samtökin myndu útvega sér lén sem endar á .is. Hryðjuverkasamtök Íslamska ríkisins hafa verið í öllum helstu fjölmiðlum heims síðustu mánuði vegna ofbeldis og þjóðernishreinsanna í Írak og Sýrlandi. Ný vefsíða samstakanna, khilafah.is sem skráð var á Íslandi í september 2014, er hýst í Þýskalandi en er með íslensk lén og endar því á .is líkt og fjölmargar íslenskar vefsíður. Birgitta Jónsdóttir kafteinn Pírata, bendir á þetta á Twitter í morgun. Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri ISNIC, segir að það komi sér ekki á óvart að samtökin séu búin að útvega sé íslenskt lén. „Lénið er skráð 14. september og maðurinn sem skráður er fyrir síðunni segist vera búsettur í Nýja-Sjálandi,“ segir Jens Pétur. „Staðan er þessi að við erum með lén sem er skráð undir .is hjá ISNIC og rétthafinn samkvæmt skráningunni býr Nýja-Sjálandi og nafnaþjónarnir sem hýsa lénið eru staðsettur í Hamburg í Þýskalandi.“ Jens Pétur segir ISNIC lítið annað geta gert en að fylgja því eftir hvort að skráning síðunnar sé rétt. „Í raun og veru getur hver sem er verið með .is lén og þannig hefur það alltaf verið. Það er í sjálfu sér ekki hægt að koma í veg fyrir það. Það er voðalega erfitt fyrir ISNIC að svara því hvort hægt sé að gera eitthvað í málinu og hvað sem sé svosem aðgengilegt á þessari vefsíðu kemur ISNIC ekkert við.“ Jens segir einu leiðinni til að taka lénið niður væri ef skráandinn hefði gefið upp falskar upplýsingar. „Þá gætum við krafið hann um að leiðrétta þær og ef hann myndi ekki gera það gætum við lokað léninu vegna rangrar skráningar. Ef ISNIC fær úrskurð frá íslenskum dómsstólum þá að sjálfsögðu verðum við við því. Það þýðir aftur á móti ekki að vefsíðan sé horfin af internetinu.“ „Það er borðleggjandi að þessi ending vekur áhuga þeirra og þá nafnsins vegna. Ég held að þetta hljóti að teljast óheppilegt fyrir okkur Íslendinga.“Is the #ISIS new media website hosted in #Iceland or is it just .is nic aka domain hosting in #Iceland? http://t.co/bzJX56Qqab @smarimc— Birgitta Jónsdóttir (@birgittaj) October 11, 2014
Mið-Austurlönd Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Sjá meira