Martin Laird leiðir í Kaliforníu 11. október 2014 14:56 Martin Laird á öðrum hring í gær. AP Skotinn Martin Laird leiðir eftir tvo hringi á Frys.com mótinu sem fram fer á Silverado vellinum í Kaliforníu en hann er á tíu höggum undir pari. Laird hefur leikið báða hringina á 67 höggum eða fimm undir pari en fast á hæla honum koma þeir Sang-Moon Bae og Zachary Blair á níu höggum undir. Nokkur þekkt nöfn eru ofarlega á skortöflunni en þar má meðal annars nefna japanska ungstirnið Hideki Matsuyama á sjö undir, Hunter Mahan á sex undir og reynsluboltinn Matt Kuchar á fimm höggum undir pari. Sigurvegari síðasta árs, Jimmy Walker, er á þremur höggum undir pari en hann lék á 66 höggum í gær og leiðrétti stöðu sína mikið eftir slakan fyrsta hring. Þá hafa augu margra verið á Jarrod Lyle sem er að leika í sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni eftir að hafa barist við hvítblæði undanfarin tvö ár en hann náði niðurskurðinum og er á tveimur höggum undir pari. Þriðji hringur fer fram í kvöld en bein útsending verður á Golfstöðinni frá klukkan 21:00. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Skotinn Martin Laird leiðir eftir tvo hringi á Frys.com mótinu sem fram fer á Silverado vellinum í Kaliforníu en hann er á tíu höggum undir pari. Laird hefur leikið báða hringina á 67 höggum eða fimm undir pari en fast á hæla honum koma þeir Sang-Moon Bae og Zachary Blair á níu höggum undir. Nokkur þekkt nöfn eru ofarlega á skortöflunni en þar má meðal annars nefna japanska ungstirnið Hideki Matsuyama á sjö undir, Hunter Mahan á sex undir og reynsluboltinn Matt Kuchar á fimm höggum undir pari. Sigurvegari síðasta árs, Jimmy Walker, er á þremur höggum undir pari en hann lék á 66 höggum í gær og leiðrétti stöðu sína mikið eftir slakan fyrsta hring. Þá hafa augu margra verið á Jarrod Lyle sem er að leika í sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni eftir að hafa barist við hvítblæði undanfarin tvö ár en hann náði niðurskurðinum og er á tveimur höggum undir pari. Þriðji hringur fer fram í kvöld en bein útsending verður á Golfstöðinni frá klukkan 21:00.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira