Spennustigið á lokahring Frys.com mótsins sem kláraðist í nótt var óvenju lítið miðað við lokadag í móti á PGA-mótaröðinni en Suður-Kóreumaðurinn Sang-Moon Bae sigraði mótið örugglega.
Bae hafði fjögurra högga forystu fyrir lokahringinn í gær og þrátt fyrir þrjá skolla á seinni níu holunum á lokahringnum sigraði hann mótið með tveimur höggum, á alls 15 höggum undir pari.
Sigurinn er hans annar á PGA-mótaröðinni á ferlinum en hann sigraði einnig á Byron Nelson meistaramótinu í fyrra.
Í öðru sæti kom Ástralinn Steven Bowditch á 13 höggum undir pari en fimm kylfingar deildu þriðja sætinu á 12 höggum undir, meðal annars Hunter Mahan og Retief Goosen.
Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Shriners Hospitals mótið en það fer fram um næstu helgi á TPC Summerlin vellinum í Las Vegas.
Bae kláraði dæmið í Kaliforníu

Mest lesið




Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti

Þróttur skoraði sex og flaug áfram
Íslenski boltinn



Valur marði Fram í framlengingu
Íslenski boltinn


Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum
Íslenski boltinn