Del Bosque: EM 2016 verður væntanlega mitt síðasta mót Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. október 2014 09:04 Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir hjá Del Bosque Vísir/Getty Vicente del Bosque, þjálfari spænska landsliðsins í fótbolta, segir að EM 2016 verði að öllum líkindum hans síðasta stórmót með Spánverjum. Del Bosque tók við landsliðinu af Luis Aragones fyrir sex árum og undir hans stjórn varð Spánn heimsmeistari 2010 og Evrópumeistari tveimur árum seinna. Spánverjar féllu hins vegar úr leik í riðlakeppninni á HM í sumar, en liðið vann aðeins einn af þremur í Brasilíu. Byrjunin á undankeppni EM 2016 hefur heldur ekki verið neitt til að hrópa húrra yfir, en Spánverjar töpuðu fyrir Slóvakíu á útivelli á fimmtudaginn. Þetta var fyrsta tap Spánar í undankeppni HM eða EM í 36 leikjum, eða síðan 2006. „Ég held að EM 2016 verði mitt síðasta stórmót með spænska landsliðinu,“ sagði Del Bosque í útvarpsviðtali. „Við sjáum hvað gerist þegar við komust til Frakklands, en ég held að það verði mitt síðasta mót.“ Del Bosque sagði ennfremur að það væri ekkert til í þeim fréttum að markvörðurinn Iker Casillas ætli að leggja landsliðsskóna á hilluna, en hann hefur legið undir gagnrýni fyrir frammistöðu sína með Real Madrid og Spáni undanfarna mánuði. „Ég las einhvers staðar frétt um að Casillas ætlaði að hætta en ég veit ekkert um það,“ sagði Del Bosque í áðurnefndu viðtali. „Ég held að það sé ekkert hæft í þessum fregnum. Hann hefur ekki sagt mér neitt.“ Spánn er í öðru sæti C-riðils í undankeppni EM 2016 með sex stig eftir þrjá leiki. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Öruggur sigur Englands | Spánverjar töpuðu í Slóvakíu Níu leikir fóru fram í undankeppni EM 2016 í kvöld. 9. október 2014 20:45 Hvað gera Spánverjar gegn Lúxemborg? Fjórir af átta leikjum dagsins í undankeppni EM 2016 eru í beinni útsendingu á Sportrásum Stöðvar 2 í dag. 12. október 2014 08:00 Costa skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í sigri Spánar Diego Costa komst loks á blað fyrir spænska landsliðið í 4-0 sigri á Lúxemborg. Þrír aðrir leikir voru á dagskrá í kvöld. 12. október 2014 20:22 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Sjá meira
Vicente del Bosque, þjálfari spænska landsliðsins í fótbolta, segir að EM 2016 verði að öllum líkindum hans síðasta stórmót með Spánverjum. Del Bosque tók við landsliðinu af Luis Aragones fyrir sex árum og undir hans stjórn varð Spánn heimsmeistari 2010 og Evrópumeistari tveimur árum seinna. Spánverjar féllu hins vegar úr leik í riðlakeppninni á HM í sumar, en liðið vann aðeins einn af þremur í Brasilíu. Byrjunin á undankeppni EM 2016 hefur heldur ekki verið neitt til að hrópa húrra yfir, en Spánverjar töpuðu fyrir Slóvakíu á útivelli á fimmtudaginn. Þetta var fyrsta tap Spánar í undankeppni HM eða EM í 36 leikjum, eða síðan 2006. „Ég held að EM 2016 verði mitt síðasta stórmót með spænska landsliðinu,“ sagði Del Bosque í útvarpsviðtali. „Við sjáum hvað gerist þegar við komust til Frakklands, en ég held að það verði mitt síðasta mót.“ Del Bosque sagði ennfremur að það væri ekkert til í þeim fréttum að markvörðurinn Iker Casillas ætli að leggja landsliðsskóna á hilluna, en hann hefur legið undir gagnrýni fyrir frammistöðu sína með Real Madrid og Spáni undanfarna mánuði. „Ég las einhvers staðar frétt um að Casillas ætlaði að hætta en ég veit ekkert um það,“ sagði Del Bosque í áðurnefndu viðtali. „Ég held að það sé ekkert hæft í þessum fregnum. Hann hefur ekki sagt mér neitt.“ Spánn er í öðru sæti C-riðils í undankeppni EM 2016 með sex stig eftir þrjá leiki.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Öruggur sigur Englands | Spánverjar töpuðu í Slóvakíu Níu leikir fóru fram í undankeppni EM 2016 í kvöld. 9. október 2014 20:45 Hvað gera Spánverjar gegn Lúxemborg? Fjórir af átta leikjum dagsins í undankeppni EM 2016 eru í beinni útsendingu á Sportrásum Stöðvar 2 í dag. 12. október 2014 08:00 Costa skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í sigri Spánar Diego Costa komst loks á blað fyrir spænska landsliðið í 4-0 sigri á Lúxemborg. Þrír aðrir leikir voru á dagskrá í kvöld. 12. október 2014 20:22 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Sjá meira
Öruggur sigur Englands | Spánverjar töpuðu í Slóvakíu Níu leikir fóru fram í undankeppni EM 2016 í kvöld. 9. október 2014 20:45
Hvað gera Spánverjar gegn Lúxemborg? Fjórir af átta leikjum dagsins í undankeppni EM 2016 eru í beinni útsendingu á Sportrásum Stöðvar 2 í dag. 12. október 2014 08:00
Costa skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í sigri Spánar Diego Costa komst loks á blað fyrir spænska landsliðið í 4-0 sigri á Lúxemborg. Þrír aðrir leikir voru á dagskrá í kvöld. 12. október 2014 20:22