Ísland fyrirheitna land múslima Jakob Bjarnar skrifar 15. október 2014 11:26 Drangarnir suður á söndum er sem Allah sjálfur hafi skrifað nafn sitt í náttúru Íslands, segir Sverrir Agnarsson. Í tónlistarmyndbandi sem sjónvarpsstöðin Dawah Channel framleiðir og er kynnt sem frá Hermönnum Allah (Soldiers of Allah), og er augljóslega ekki gert af vanefnum, er að finna löng myndskeið þar sem íslensk náttúra er í aðalhlutverki. Markmið Dawah Channel er að boða trú á Allah um heim allan í gegnum fjölmiðla og netið og eru starfsstöðvar sjónvarpsstöðvarinnar víða um heim. Engin þó á Íslandi, enn sem komið er, þó kvikmyndatökumenn á vegum stöðvarinnar leiti hingað eftir myndefni.Sverrir Agnarsson er formaður félags múslima á Íslandi og Vísir spurði hann einfaldlega hvernig á því standi að í þessu myndbandi, sem yfir milljón manns hefur skoðað á YouTube, sé að finna svo mörg myndskeið frá Íslandi? „Jahhh, Kóraninn hvetur fólk til að líta í kringum sig og íhuga sköpunarverk Allah, og skoða tákn náttúrunnar. Ísland er gósenland í þeim efnum, fallegra náttúrumynda og drangarnir suður af Vík í Mýrdal myndar samstöfunina Allah ef horft er frá ákveðnu sjónarhorni. Klettarnir eru eins og arabísk skrift, eins og nafnið Allah er skrifað,“ segir Sverrir. Hann þekki þetta myndband ekki né tilurð þess en telur nánast öruggt að sjónvarpsstöðin hafi sent hingað kvikmyndatökulið, sérstaklega til að taka myndir af íslenskri náttúru. Sverrir telur víst að þarna séu ekki öfgamenn á ferð, þó Hermenn Allah sé vissulega herskátt nafn. Öfgamenn myndu ekki nota tónlist til að boða trú sína. „Þetta er sálmasöngur og á sér kannski samsvörun í „Áfram kristmenn, krossmenn“ – nema bara friðsælla og fallegra.“En, með yfirfærðri túlkun; sé litið til þessa myndbands og táknmáls Allah sem finna má í náttúru Íslands, má þá segja að Ísland sé fyrirheitna landið í hugum múslima? „Fyrir mér er Ísland fyrirheitna landið,“ segir Sverrir. Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Í tónlistarmyndbandi sem sjónvarpsstöðin Dawah Channel framleiðir og er kynnt sem frá Hermönnum Allah (Soldiers of Allah), og er augljóslega ekki gert af vanefnum, er að finna löng myndskeið þar sem íslensk náttúra er í aðalhlutverki. Markmið Dawah Channel er að boða trú á Allah um heim allan í gegnum fjölmiðla og netið og eru starfsstöðvar sjónvarpsstöðvarinnar víða um heim. Engin þó á Íslandi, enn sem komið er, þó kvikmyndatökumenn á vegum stöðvarinnar leiti hingað eftir myndefni.Sverrir Agnarsson er formaður félags múslima á Íslandi og Vísir spurði hann einfaldlega hvernig á því standi að í þessu myndbandi, sem yfir milljón manns hefur skoðað á YouTube, sé að finna svo mörg myndskeið frá Íslandi? „Jahhh, Kóraninn hvetur fólk til að líta í kringum sig og íhuga sköpunarverk Allah, og skoða tákn náttúrunnar. Ísland er gósenland í þeim efnum, fallegra náttúrumynda og drangarnir suður af Vík í Mýrdal myndar samstöfunina Allah ef horft er frá ákveðnu sjónarhorni. Klettarnir eru eins og arabísk skrift, eins og nafnið Allah er skrifað,“ segir Sverrir. Hann þekki þetta myndband ekki né tilurð þess en telur nánast öruggt að sjónvarpsstöðin hafi sent hingað kvikmyndatökulið, sérstaklega til að taka myndir af íslenskri náttúru. Sverrir telur víst að þarna séu ekki öfgamenn á ferð, þó Hermenn Allah sé vissulega herskátt nafn. Öfgamenn myndu ekki nota tónlist til að boða trú sína. „Þetta er sálmasöngur og á sér kannski samsvörun í „Áfram kristmenn, krossmenn“ – nema bara friðsælla og fallegra.“En, með yfirfærðri túlkun; sé litið til þessa myndbands og táknmáls Allah sem finna má í náttúru Íslands, má þá segja að Ísland sé fyrirheitna landið í hugum múslima? „Fyrir mér er Ísland fyrirheitna landið,“ segir Sverrir.
Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira