„Skítt með það - förum á pöbbinn“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. október 2014 14:14 Vísir Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson, leikmenn sænska úrvalsdeildarfélagsins Helsingborg, segja að umhverfi íslenska landsliðsins hafi gerbreyst með ráðningu Lars Lagerbäck fyrir þremur árum. „Áður fyrr snerist þetta allt um að fara út á lífið með landsliðsfélögunum. En svo kom Lagerbäck,“ segja þeir í viðtalinu sem birtist í Helsingborgs Dagblad og má lesa í heild sinni hér. Árangur Lagerbäck með íslenska landsliðinu talar sínu máli. Liðið komst í umspilið fyrir HM 2014 og er nú ósigrað eftir fyrstu þrjá leikina í undankeppni EM 2016 með markatöluna 8-0. Sigur liðsins á Hollandi á mánudag er einn allra merkasti sigur Íslands frá upphafi. Þegar nýr styrkleikalisti FIFA verður gefinn út í næstu viku verður Ísland væntanlega á meðal efstu 30 þjóða heimsins í fyrsta sinn og hæst skrifaða Norðurlandaþjóðin. Sá árangur hefur ekki farið framhjá Svíum enda var Lagerbäck þjálfari sænska landsliðsins í á annan áratug. Arnór og Guðlaugur ræða um ráðningu hans og hvernig íslenskir knattspyrnumenn hafa dafnað undanfarin ár. En einnig hvernig stemningin var í landsliðinu áður en að Lagerbäck tók við. „Það breyttist allt með Lars Lagerbäck. Þá varð þetta fagmannlegt. Ég hef ekki verið lengi í landsliðinu en vinir mínir hafa sagt mér sögur um hvernig þetta var áður en að Lars kom til sögunnar.“ „Litið var á landsleikjatarnir sem frí. Þetta snerist um að fara heim, hitta fjölskylduna og fara á pöbbinn með strákunum. Það smitaði sig inn í frammistöðuna í leikjunum. Liðið fékk kannski mark á sig en þá hugsuðu þeir bara með sér: „Skítt með það - förum á pöbbinn“,“ er haft eftir Guðlaugi. Arnór var fyrst valinn í landsliðið af Ólafi Jóhannssyni árið 2008 og hann tekur undir orð Gauðlaugs. „Áður fyrr voru landsliðsferðir eins og skemmtileg samkvæmi þar sem ekkert skipulag var á leik okkar. Allar þrjár æfingar liðsins fyrir leiki voru eins - ungir gegn gömlum. Það var ekkert rætt um taktík.“ „En nú sýna leikmenn þjálfaranum virðingu,“ bætir Guðlaugur við. „Það er „no bullshit“ hjá Lagerbäck.“ EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Guðlaugur segir orð sín tekin úr samhengi Segir ekki rétt eftir sér haft í sænskum fjölmiðli. 17. október 2014 13:36 Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson, leikmenn sænska úrvalsdeildarfélagsins Helsingborg, segja að umhverfi íslenska landsliðsins hafi gerbreyst með ráðningu Lars Lagerbäck fyrir þremur árum. „Áður fyrr snerist þetta allt um að fara út á lífið með landsliðsfélögunum. En svo kom Lagerbäck,“ segja þeir í viðtalinu sem birtist í Helsingborgs Dagblad og má lesa í heild sinni hér. Árangur Lagerbäck með íslenska landsliðinu talar sínu máli. Liðið komst í umspilið fyrir HM 2014 og er nú ósigrað eftir fyrstu þrjá leikina í undankeppni EM 2016 með markatöluna 8-0. Sigur liðsins á Hollandi á mánudag er einn allra merkasti sigur Íslands frá upphafi. Þegar nýr styrkleikalisti FIFA verður gefinn út í næstu viku verður Ísland væntanlega á meðal efstu 30 þjóða heimsins í fyrsta sinn og hæst skrifaða Norðurlandaþjóðin. Sá árangur hefur ekki farið framhjá Svíum enda var Lagerbäck þjálfari sænska landsliðsins í á annan áratug. Arnór og Guðlaugur ræða um ráðningu hans og hvernig íslenskir knattspyrnumenn hafa dafnað undanfarin ár. En einnig hvernig stemningin var í landsliðinu áður en að Lagerbäck tók við. „Það breyttist allt með Lars Lagerbäck. Þá varð þetta fagmannlegt. Ég hef ekki verið lengi í landsliðinu en vinir mínir hafa sagt mér sögur um hvernig þetta var áður en að Lars kom til sögunnar.“ „Litið var á landsleikjatarnir sem frí. Þetta snerist um að fara heim, hitta fjölskylduna og fara á pöbbinn með strákunum. Það smitaði sig inn í frammistöðuna í leikjunum. Liðið fékk kannski mark á sig en þá hugsuðu þeir bara með sér: „Skítt með það - förum á pöbbinn“,“ er haft eftir Guðlaugi. Arnór var fyrst valinn í landsliðið af Ólafi Jóhannssyni árið 2008 og hann tekur undir orð Gauðlaugs. „Áður fyrr voru landsliðsferðir eins og skemmtileg samkvæmi þar sem ekkert skipulag var á leik okkar. Allar þrjár æfingar liðsins fyrir leiki voru eins - ungir gegn gömlum. Það var ekkert rætt um taktík.“ „En nú sýna leikmenn þjálfaranum virðingu,“ bætir Guðlaugur við. „Það er „no bullshit“ hjá Lagerbäck.“
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Guðlaugur segir orð sín tekin úr samhengi Segir ekki rétt eftir sér haft í sænskum fjölmiðli. 17. október 2014 13:36 Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Guðlaugur segir orð sín tekin úr samhengi Segir ekki rétt eftir sér haft í sænskum fjölmiðli. 17. október 2014 13:36