Fótbolti

Jafntefli í dramatískum leik

Baráttan í fyrirrúmi í leiknum.
Baráttan í fyrirrúmi í leiknum. Vísir/Getty
Inter og Napoli skildu jöfn í stórleik kvöldsins í ítölsku knattspyrnunni. Mörkin komu öll á síðasta stundarfjórðungnum og tvö í uppbótartíma.

Jose Callejon kom Napoli yfir þegar tíu mínútur lifðu leiks, en Freddy Guarin jafnaði metin þremur mínútum síðar. Gestirnir voru ekki hættir því Callejon virtist vera skora sigurmarkið í uppbótartíma með laglegu skoti eftir frábæra sendingu frá David Lopez.

Heimamenn voru ekki hættir. Hernanes jafnaði metin mínútu síðar eftir sendingu frá Dodo og þar við sat. Lokatölur 2-2 eftir æsilegar lokamínútur.

Inter er með níu stig í níunda sæti deildarinnar og Napoli er í því sjötta með ellefu. Vonbrigðarbyrjun hjá báðum þessum liðum.

Hörður Björgvin Magnússon krækti í vítaspyrnu fyrir Cesena sem tapaði gegn Palermo 2-1 á útivelli. Hörður Björgvin var rifinn niður eftir hornspyrnu. Alejandro Rodriguez skoraði úr vítaspyrnunni.

Meira má lesa um leik Hellas Verona og AC Milan hér.  

Önnur úrslit dagsins:

Fiorentina - Lazio 0-2

Atlanta - Parma 1-0

Cagliari - Sampdoria 2-2

Hellas Verona - AC Milan 1-3

Palermo - Cesena 2-1

Torino - Udinese 1-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×