Fótbolti

Rodgers: Þurfum að bæta varnarleikinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, sagði eftir 1-0 tap liðsins gegn Basel í Meistaradeild Evrópu í kvöld að varnarleikur þess í föstum leikatriðum hafi orðið því að falli.

Marco Streller tryggði Basel sigurinn með marki af stuttu færi eftir hornspyrnu í upphafi síðari hálfleiks en Liverpool hefur verið í vandræðum með að verjast föstum leikatriðum í upphafi leiktíðar.

„Við byrjuðum ekki vel og það var ekki í lagi með leikskipulagið í kvöld, að minnsta kosti ekki fyrstu 25 mínúturnar,“ sagði Rodgers í viðtölum við fjölmiðla eftir leikinn í kvöld.

„En þegar við náðum að spila boltanum almennilega náðum við að skapa okkur eitthvað. Ég tel að við gerðum nóg til að eiga skilið eitthvað úr leiknum.“

„Við vörðumst hins vegar afar illa í hornspyrnunni og það er ekki í fyrsta sinn sem það gerist. Það varð okkur að falli.“

Hann segir að Mario Balotelli hafi sýnt dugnað en meira þurfi til. „Hann þarf að gera meira. Hann verður af því hversu mörg færi hann skapar og hversu mörg mörk hann skorar. Hann skoraði ekki í kvöld en drengurinn er þó að leggja mikið á sig.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×