Landspítalinn leitar að fólki í viðbragðsteymi vegna ebólu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. október 2014 13:06 "Það er ekkert óeðlilegt að fólk þurfi að átta sig á því hvað þetta innifelur áður en það er tilbúið til að segja afdráttarlaust já.“ vísir/gva/afp Skipað hefur verið viðbragðsteymi á Landspítalanum ef ske kynni að ebólusmitaður einstaklingur kæmi hingað til lands. Teymið er ekki fullskipað og leitar Landspítalinn að fólki til að taka þátt í verkefninu. Nokkrir smitsjúkdómalæknar og gjörgæslulæknar taka þátt en líkt og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hefur það reynst erfitt að fá hjúkrunarstarfsfólk í verkefnið. Tuttugu manns þarf í teymið en að sögn yfirlæknis sýkingavarnadeildar eru tæplega tíu manns sem nú taka þátt í verkefninu. „Þetta er auðvitað verkefni sem er dálítið öðruvísi en venjulegt starf og það er ekkert óeðlilegt að fólk þurfi að átta sig á því hvað þetta innifelur áður en það er tilbúið til að segja afdráttarlaust já,“ segir Ólafur Guðgeirsson, yfirlæknir sýkingavarnadeildar. Hann segir unnið hafi verið að viðbragðsáætlun síðan í júlí. „Fyrstu meðlimir í verkefninu hafa verið í þessu frá því í júlí og erum búin að vinna að þessu jafnt og þétt síðan þá. Það eru ekki nema tíu mínútur síðan nýr aðili bættist inn í hópinn.“ Starfsfólk Landspítalans hefur sótt fræðslunámskeið að undanförnu í samráði við Almannavarnir ríkislögreglustjóra og Landspítalans og gerð hefur verið áætlun um að þjálfa starfsfólk. Fari svo að viðbragðsáætlun verði sett í gang verður bráðalækningadeild spítalans, A2, lokað og reistur verður veggur svo hægt verði að einangra deildina algjörlega. Hann telur þó litlar líkur á að smit berist hingað til lands, en vissulega séu líkurnar til staðar. Bryndís Sigurðardóttir sagði í kvöldfréttum í gær að Ísland væri verr undirbúið fyrir ebólu en samanburðarlönd, til að mynda stóra Háskólaspítala á Norðurlöndum eða í Bandaríkjunum þar sem eru sérhæfðar einangrunarmiðstöðvar. Hún hefur þó litlar áhyggjur af útbreiðslu veirunnar hér á landi. Veiran er sögð sú skæðasta í sögunni og hefur lagt þúsundir að velli. Þá eru hátt í tíu þúsund smitaðir en fyrsti Norðurlandabúinn, norsk hjúkrunarkona, greindist með veiruna á dögunum. Ebóla Tengdar fréttir Ísland verr undirbúið fyrir ebólu en samanburðarlöndin Ekki er sjálfgefið að heilbrigðisstarfsfólk vilji sinna smituðum. Þetta segir settur yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. 8. október 2014 20:00 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Skipað hefur verið viðbragðsteymi á Landspítalanum ef ske kynni að ebólusmitaður einstaklingur kæmi hingað til lands. Teymið er ekki fullskipað og leitar Landspítalinn að fólki til að taka þátt í verkefninu. Nokkrir smitsjúkdómalæknar og gjörgæslulæknar taka þátt en líkt og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hefur það reynst erfitt að fá hjúkrunarstarfsfólk í verkefnið. Tuttugu manns þarf í teymið en að sögn yfirlæknis sýkingavarnadeildar eru tæplega tíu manns sem nú taka þátt í verkefninu. „Þetta er auðvitað verkefni sem er dálítið öðruvísi en venjulegt starf og það er ekkert óeðlilegt að fólk þurfi að átta sig á því hvað þetta innifelur áður en það er tilbúið til að segja afdráttarlaust já,“ segir Ólafur Guðgeirsson, yfirlæknir sýkingavarnadeildar. Hann segir unnið hafi verið að viðbragðsáætlun síðan í júlí. „Fyrstu meðlimir í verkefninu hafa verið í þessu frá því í júlí og erum búin að vinna að þessu jafnt og þétt síðan þá. Það eru ekki nema tíu mínútur síðan nýr aðili bættist inn í hópinn.“ Starfsfólk Landspítalans hefur sótt fræðslunámskeið að undanförnu í samráði við Almannavarnir ríkislögreglustjóra og Landspítalans og gerð hefur verið áætlun um að þjálfa starfsfólk. Fari svo að viðbragðsáætlun verði sett í gang verður bráðalækningadeild spítalans, A2, lokað og reistur verður veggur svo hægt verði að einangra deildina algjörlega. Hann telur þó litlar líkur á að smit berist hingað til lands, en vissulega séu líkurnar til staðar. Bryndís Sigurðardóttir sagði í kvöldfréttum í gær að Ísland væri verr undirbúið fyrir ebólu en samanburðarlönd, til að mynda stóra Háskólaspítala á Norðurlöndum eða í Bandaríkjunum þar sem eru sérhæfðar einangrunarmiðstöðvar. Hún hefur þó litlar áhyggjur af útbreiðslu veirunnar hér á landi. Veiran er sögð sú skæðasta í sögunni og hefur lagt þúsundir að velli. Þá eru hátt í tíu þúsund smitaðir en fyrsti Norðurlandabúinn, norsk hjúkrunarkona, greindist með veiruna á dögunum.
Ebóla Tengdar fréttir Ísland verr undirbúið fyrir ebólu en samanburðarlöndin Ekki er sjálfgefið að heilbrigðisstarfsfólk vilji sinna smituðum. Þetta segir settur yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. 8. október 2014 20:00 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Ísland verr undirbúið fyrir ebólu en samanburðarlöndin Ekki er sjálfgefið að heilbrigðisstarfsfólk vilji sinna smituðum. Þetta segir settur yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. 8. október 2014 20:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent