Ísland stendur fyrir karlaráðstefnu um kvenréttindi Heimir Már Pétursson skrifar 30. september 2014 12:11 Vísir/Getty Ísland mun ásamt Súrinam standa fyrir ráðstefnu um réttindi kvenna í New York á næsta ári þar sem eingöngu karlmenn munu koma saman til að ræða þau mál. Með ráðstefnunni er verið að svara kalli leikkonunnar Emmu Watson um að karlmenn láti sig kvennréttindi varða. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í gær þar sem hann ræddi mikilvægi þess að ríki heims tryggi áframhaldandi árangur í baráttunni gegn fátækt og ójafnræði. Utanríkisráðherra kom víða við í ræðu sinni, hann lýsti m.a. stefnu Íslendinga í loftslagsmálum, lýsti yfir stuðningi við baráttuna gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS, ræddi mikilvægi matvælaöryggis í heiminum og fordæmdi m.a. hersetu Ísrelsmanna í Palestínu. „Löng herseta Ísraelsmanna á Gaza er brot á alþjóðalögum og landnámið heldur áfram ásamt ítrekuðum brotum á mannréttindum. Stríðið á Gaza í sumar hefur kostað óásættanlegt mannfall,“ sagði Gunnar Bragi, sem hvatti bæði Ísrael og Hamas að láta af hernaði sínum. En það var yfirlýsing Gunnars Braga um málefni kvenna sem vakið hefur hvað mesta athygli erlendra fjölmiðla. Hann lýsti fullum stuðningi íslenskra stjórnvalda við þá stefnu og aðgerðaráætlun sem samþykkt var á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking árið 1995 en þess verður minnst á næsta ári að 20 árverða liðinn frá ráðstefnunni. Gunnar Bragi boðaði að Ísland og Súrinam muni leiða hóp þjóða sem myndu standa fyrir ráðstefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í janúar á næsta ári, eins konar rakarastofufundi (Barbershop), þar sem eingöngu karlkyns leiðtogar ungir sem aldnir kæmu saman til að ræða kvennréttindi og stöðu kvenna í heiminum. Þar sem karlmenn muni ræða jafnrétti kynjanna með sérstakri áherslu á ofbeldi gegn konum. Ráðstefnan verði einstök í sinni röð þar sem þetta yrði í fyrsta skipti sem eingöngu karlkyns leiðtogar kæmu saman á vettvangi Sameinuðu þjóðanna til að ræða jafnrétti kynjanna. Þetta yrði einstakt framlag til Peking plús tuttugu framtaksins og "Hann fyrir hana" herferðina. En breska leikkonan Emma Watson, sem þekkturst er fyrir hlutverk sitt í Harry Potter kvikmyndunum leiðir þá herferð sem hvetur karlmenn til að láta sig jafnrétti kynjanna varða og standa á móti ofbeldi gegn konum um allan heimHér má horfa og hlusta á ræðu Gunnars Braga á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Súrínam Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Ísland mun ásamt Súrinam standa fyrir ráðstefnu um réttindi kvenna í New York á næsta ári þar sem eingöngu karlmenn munu koma saman til að ræða þau mál. Með ráðstefnunni er verið að svara kalli leikkonunnar Emmu Watson um að karlmenn láti sig kvennréttindi varða. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í gær þar sem hann ræddi mikilvægi þess að ríki heims tryggi áframhaldandi árangur í baráttunni gegn fátækt og ójafnræði. Utanríkisráðherra kom víða við í ræðu sinni, hann lýsti m.a. stefnu Íslendinga í loftslagsmálum, lýsti yfir stuðningi við baráttuna gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS, ræddi mikilvægi matvælaöryggis í heiminum og fordæmdi m.a. hersetu Ísrelsmanna í Palestínu. „Löng herseta Ísraelsmanna á Gaza er brot á alþjóðalögum og landnámið heldur áfram ásamt ítrekuðum brotum á mannréttindum. Stríðið á Gaza í sumar hefur kostað óásættanlegt mannfall,“ sagði Gunnar Bragi, sem hvatti bæði Ísrael og Hamas að láta af hernaði sínum. En það var yfirlýsing Gunnars Braga um málefni kvenna sem vakið hefur hvað mesta athygli erlendra fjölmiðla. Hann lýsti fullum stuðningi íslenskra stjórnvalda við þá stefnu og aðgerðaráætlun sem samþykkt var á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking árið 1995 en þess verður minnst á næsta ári að 20 árverða liðinn frá ráðstefnunni. Gunnar Bragi boðaði að Ísland og Súrinam muni leiða hóp þjóða sem myndu standa fyrir ráðstefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í janúar á næsta ári, eins konar rakarastofufundi (Barbershop), þar sem eingöngu karlkyns leiðtogar ungir sem aldnir kæmu saman til að ræða kvennréttindi og stöðu kvenna í heiminum. Þar sem karlmenn muni ræða jafnrétti kynjanna með sérstakri áherslu á ofbeldi gegn konum. Ráðstefnan verði einstök í sinni röð þar sem þetta yrði í fyrsta skipti sem eingöngu karlkyns leiðtogar kæmu saman á vettvangi Sameinuðu þjóðanna til að ræða jafnrétti kynjanna. Þetta yrði einstakt framlag til Peking plús tuttugu framtaksins og "Hann fyrir hana" herferðina. En breska leikkonan Emma Watson, sem þekkturst er fyrir hlutverk sitt í Harry Potter kvikmyndunum leiðir þá herferð sem hvetur karlmenn til að láta sig jafnrétti kynjanna varða og standa á móti ofbeldi gegn konum um allan heimHér má horfa og hlusta á ræðu Gunnars Braga á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær.
Súrínam Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira