Nýr Kia Rio í París Finnur Thorlacius skrifar 30. september 2014 13:19 Talsvert breyttur Kia Rio. Kia mun kynna nýtt útlit á Kia Rio á bílasýningunni í París þrátt fyrir að nýjasta og fjórða kynslóð bílsins sé aðeins orðin 3 ára. Kia Rio er söluhæsta bílgerð S-kóreska framleiðandans. Talsverðar breytingar eru gerðar á bílnum, bæði að utan- sem innanverðu. Framendi bílsins er mikið breyttur, með nýtt grill, nýjan stuðara og þokuljós. Bíllinn fær einnig nýjan stuðara að aftan og nýjar álfelgur fylgja bílnum, allt frá 15 til 17 tommur að stærð. Að innan fær bíllinn nýjan miðjustokk og notkun á krómi er aukin í innréttingu bílsins. Nýjar vélar verða í boði í Rio, allt frá 74 til 107 hestafla og með 5 eða 6 gíra beinskiptingu eða 4 gíra sjálfskiptingu. Hægt verður að fá bílinn með Stop/Start búnaði en það verður ekki staðalbúnaður í bílnum. Þá bætast við tveir nýir litir, Urban Blue og Digital Yellow. Kia ætlar einnig að kynna Optima bíl sinn með tvinnaflrás (Hybrid) í París. Ekki kemur fram hve aflmikil hún verður, en brunavél bílsins verður sem fyrr 1,7 lítra dísilvélin. Kia mun svo að auki kynna nýja uppfærslu á Venga í París, en Venga er lítill fjölnotabíll sem byggður er á sama undirvagni og Kia Soul og Hyundai i20. Glögglega má sjá breytingar á Rio að aftan. Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent
Kia mun kynna nýtt útlit á Kia Rio á bílasýningunni í París þrátt fyrir að nýjasta og fjórða kynslóð bílsins sé aðeins orðin 3 ára. Kia Rio er söluhæsta bílgerð S-kóreska framleiðandans. Talsverðar breytingar eru gerðar á bílnum, bæði að utan- sem innanverðu. Framendi bílsins er mikið breyttur, með nýtt grill, nýjan stuðara og þokuljós. Bíllinn fær einnig nýjan stuðara að aftan og nýjar álfelgur fylgja bílnum, allt frá 15 til 17 tommur að stærð. Að innan fær bíllinn nýjan miðjustokk og notkun á krómi er aukin í innréttingu bílsins. Nýjar vélar verða í boði í Rio, allt frá 74 til 107 hestafla og með 5 eða 6 gíra beinskiptingu eða 4 gíra sjálfskiptingu. Hægt verður að fá bílinn með Stop/Start búnaði en það verður ekki staðalbúnaður í bílnum. Þá bætast við tveir nýir litir, Urban Blue og Digital Yellow. Kia ætlar einnig að kynna Optima bíl sinn með tvinnaflrás (Hybrid) í París. Ekki kemur fram hve aflmikil hún verður, en brunavél bílsins verður sem fyrr 1,7 lítra dísilvélin. Kia mun svo að auki kynna nýja uppfærslu á Venga í París, en Venga er lítill fjölnotabíll sem byggður er á sama undirvagni og Kia Soul og Hyundai i20. Glögglega má sjá breytingar á Rio að aftan.
Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent