Fótbolti

Birkir Bjarna fékk ljótt olnbogaskot | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Birkir Bjarnason og félagar hans í ítalska B-deildarliðinu Pescara töpuðu á útivelli gegn Cittadella, 3-2, um helgina.

Í fyrri hálfleik fékk Birkir Bjarnason, landsliðsmaður Íslands, ljótt olnbogaskot frá MichelePellizzer, varnarmanni Cittadella, en ekkert var dæmt.

Eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan var þetta algjörlega viljandi hjá Pellizzer, sem hamraði Birki í grasið án þess að dómarinn tæki eftir neinu.

Atvikið kemur eftir 54 sekúndur, en það er ekki endursýnt og gerist nokkuð hratt þannig mögulega þarf að spóla nokkrum sinnum fram og til baka til að sjá þetta almennilega.

Birkir og félagar byrja ekki vel í B-deildinni, en þeir eru aðeins með tvö stig eftir fjórar umferðir og eru í 20. sæti af 22 liðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×