Ryderinn dregur það besta fram í Lee Westwood 22. september 2014 15:15 Mikið mun mæða á Westwood í Rydernum um næstu helgi. AP/Getty Lee Westwood er einn reynslumesti kylfingur Evrópuliðsins í Ryder-bikarnum en hann hefur tekið þátt í þessari sögulegu keppni átta sinnum á ferlinum. Eftirminnilegasta frammistaða Westwood í Rydernum var eflaust á Belfry vellinum árið 2002 þegar að hann var valinn í liðið af fyrirliðanum Sam Torrance. Ferill Westwood var þá á hraðri niðurleið en hann var í 266. sæti á heimslistanum í golfi og þótti fyrirliðaval Torrance afar djarft á þeim tíma. Westwood réttlætti þó val fyrirliðans með frábærri frammistöðu en hann og Sergio Garcia mynduðu gott teymi og sigruðu í þremur af fjórum leikjum sínum. Evrópa sigraði bikarinn það árið á eftirminnilegan hátt en eftir mótið tók ferill Westwood á flug á ný. Síðan þá hefur hann verið í hópi bestu kylfinga heims en hann telur að Ryder-bikarinn sem hefst í næstu viku geti hjálpað honum að spila sitt besta golf aftur. „Ryder-bikarinn hefur verið mjög góður við mig í gegn um tíðina. Ég hef margar frábærar minningar en mótið á Belfry var sérstakt. Ég hafði verið í tómu tjóni með golfið mitt lengi en þegar að ég spilaði í Ryder-bikarnum árið 2002 þá fann ég einhvern neista aftur. Ég fékk trú á því aftur að ég gæti spilað við bestu kylfinga heims og eftir mótið byrjaði allt að ganga betur. Ég stend í raun í þakkarskuld við þessa keppni.“ Westwood tókst ekki að spila sig inn í Evrópuliðið að þessu sinni en Paul McGinley valdi hann í liðið í fyrirliðavalinu. Hann hefur ekki átt eftirminnilegt tímabil í ár en hefur trú á því að ef hann spilar vel á Gleneagles í næstu viku þá eigi það eftir að gefa honum sjálfstraust fyrir næsta tímabil. „Kannski verður Ryderinn í ár jafn mikilvægur fyrir mig og þegar að við sigruðum á Belfry árið 2002. Ég hef ekki verið nógu stöðugur undanfarið en ef mér gengur vel á Gleneagles þá er aldrei að vita nema að það gefi mér aukið sjálfstraust fyrir komandi átök eins og gerðist árið 2002.“ Golf Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Lee Westwood er einn reynslumesti kylfingur Evrópuliðsins í Ryder-bikarnum en hann hefur tekið þátt í þessari sögulegu keppni átta sinnum á ferlinum. Eftirminnilegasta frammistaða Westwood í Rydernum var eflaust á Belfry vellinum árið 2002 þegar að hann var valinn í liðið af fyrirliðanum Sam Torrance. Ferill Westwood var þá á hraðri niðurleið en hann var í 266. sæti á heimslistanum í golfi og þótti fyrirliðaval Torrance afar djarft á þeim tíma. Westwood réttlætti þó val fyrirliðans með frábærri frammistöðu en hann og Sergio Garcia mynduðu gott teymi og sigruðu í þremur af fjórum leikjum sínum. Evrópa sigraði bikarinn það árið á eftirminnilegan hátt en eftir mótið tók ferill Westwood á flug á ný. Síðan þá hefur hann verið í hópi bestu kylfinga heims en hann telur að Ryder-bikarinn sem hefst í næstu viku geti hjálpað honum að spila sitt besta golf aftur. „Ryder-bikarinn hefur verið mjög góður við mig í gegn um tíðina. Ég hef margar frábærar minningar en mótið á Belfry var sérstakt. Ég hafði verið í tómu tjóni með golfið mitt lengi en þegar að ég spilaði í Ryder-bikarnum árið 2002 þá fann ég einhvern neista aftur. Ég fékk trú á því aftur að ég gæti spilað við bestu kylfinga heims og eftir mótið byrjaði allt að ganga betur. Ég stend í raun í þakkarskuld við þessa keppni.“ Westwood tókst ekki að spila sig inn í Evrópuliðið að þessu sinni en Paul McGinley valdi hann í liðið í fyrirliðavalinu. Hann hefur ekki átt eftirminnilegt tímabil í ár en hefur trú á því að ef hann spilar vel á Gleneagles í næstu viku þá eigi það eftir að gefa honum sjálfstraust fyrir næsta tímabil. „Kannski verður Ryderinn í ár jafn mikilvægur fyrir mig og þegar að við sigruðum á Belfry árið 2002. Ég hef ekki verið nógu stöðugur undanfarið en ef mér gengur vel á Gleneagles þá er aldrei að vita nema að það gefi mér aukið sjálfstraust fyrir komandi átök eins og gerðist árið 2002.“
Golf Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira