Fær Ryder-lið Evrópu hárblásara frá Ferguson í kvöld? Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2014 13:45 Sir Alex Ferguson er á heimavelli í Skotlandi. vísir/getty Ryder-bikarinn í golfi hefst á föstudaginn þar sem lið Bandaríkjanna og Evrópu leiða saman hesta sína einu sinni sem oftar. Evrópa á titil að verja eftir ævintýralegan sigur í Medinah í Bandaríkjunum í fyrra þar sem liðið var 10-6 undir eftir annan keppnisdag en vann átta einvígi og gerði eitt jafntefli á lokadeginum. Lið Evrópu fær góðan gest á hótelið sitt í kvöld, en Paul McGinley, fyrirliði evrópska liðsins, fékk Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóra Manchester United, til að halda ræða fyrir sína menn. Ferguson þekkir það vel að messa yfir mönnum, en hann er þekktur fyrir hárblásarameðferðina sem margir af leikmönnum Manchester United kannast vel við. Hann er líka á heimavelli þar sem Ryderinn fer fram í Skotlandi að þessu sinni. Evrópsku kylfingarnir sleppa þó væntanlega við hana, heldur mun Ferguson reyna að veita þeim innblástur fyrir keppnina sem hefst á föstudaginn. „Ég er stuðningsmaður West Ham eins og allir vita, en ég hef alltaf elskað hvernig liðin hans spila. Því oftar sem ég hef hitt hann undanfarið var ég alltaf meira og meira viss um að hann myndi passa í þetta hlutverk,“ segir Paul McGinley um Ferguson. Þessari heimsókn fagna líklega engir meira en Norður-Írarnir RoryMcIlroy, efsti maður heimslistans, og GraemeMcDowell, en þeir eru báðir gríðarlega miklir stuðningsmenn Manchester United og mæta reglulega á heimaleiki liðsins. Golf Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Sjá meira
Ryder-bikarinn í golfi hefst á föstudaginn þar sem lið Bandaríkjanna og Evrópu leiða saman hesta sína einu sinni sem oftar. Evrópa á titil að verja eftir ævintýralegan sigur í Medinah í Bandaríkjunum í fyrra þar sem liðið var 10-6 undir eftir annan keppnisdag en vann átta einvígi og gerði eitt jafntefli á lokadeginum. Lið Evrópu fær góðan gest á hótelið sitt í kvöld, en Paul McGinley, fyrirliði evrópska liðsins, fékk Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóra Manchester United, til að halda ræða fyrir sína menn. Ferguson þekkir það vel að messa yfir mönnum, en hann er þekktur fyrir hárblásarameðferðina sem margir af leikmönnum Manchester United kannast vel við. Hann er líka á heimavelli þar sem Ryderinn fer fram í Skotlandi að þessu sinni. Evrópsku kylfingarnir sleppa þó væntanlega við hana, heldur mun Ferguson reyna að veita þeim innblástur fyrir keppnina sem hefst á föstudaginn. „Ég er stuðningsmaður West Ham eins og allir vita, en ég hef alltaf elskað hvernig liðin hans spila. Því oftar sem ég hef hitt hann undanfarið var ég alltaf meira og meira viss um að hann myndi passa í þetta hlutverk,“ segir Paul McGinley um Ferguson. Þessari heimsókn fagna líklega engir meira en Norður-Írarnir RoryMcIlroy, efsti maður heimslistans, og GraemeMcDowell, en þeir eru báðir gríðarlega miklir stuðningsmenn Manchester United og mæta reglulega á heimaleiki liðsins.
Golf Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Sjá meira