Kótelettufélagið með glaðning á gosvaktina Kristján Már Unnarsson skrifar 23. september 2014 20:58 Þeir sem standa gosvaktina á lögreglustöðinni á Húsavík fengu óvæntan glaðning þegar liðsmenn Kótelettufélags Íslands birtust þar með tilbúna kvöldmáltíð. Eldgosið við rætur Dyngjujökuls hefur nú staðið í meira en þrjár vikur. Heima í héraði hefur gosvaktin þó staðið í fimm vikur, eða frá 18. ágúst, þegar aðgerðastjórn tók til starfa á lögreglustöðinni á Húsavík undir forystu Svavars Pálssonar sýslumanns. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld var sýnt frá óvæntri heimsókn; hópi manna sem kom með kótelettur í raspi, kartöflur, grænar baunir, rauðkál og sultu, til að gleðja mannskapinn. Birgir Þór Þórðarson, einn þeirra sem mættu með matarbakkana, útskýrði heimsóknina með því að mennirnir á gosvaktinni ættu þetta inni. Þeir væru að vinna þörf þjóðfélagsverkefni og þeir þyrftu að fá eitthvað að borða. Þeir kynntu sig sem Kótelettufélag Íslands, - en rætur þess liggja í Reykjahverfi sunnan Húsavíkur, - og sögðu þeir að með þessu framtaki vildu þeir leggja sitt af mörkum. Svavar Pálsson sýslumaður sagði samfélagið fyrir norðan virðast sýna störfum þeirra mikinn skilning. Þeir fengju allskonar heimsóknir, gott fólk kæmi með bakkelsi og nú væru ungir sveinar mættir frá Kótelettufélagi Íslands með fullbúna máltíð. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld var meira sagt frá kótelettuveislunni og heilsað upp á fleira fólk fyrir norðan sem staðið hefur í eldlínu eldgossins. Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Um land allt Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Þeir sem standa gosvaktina á lögreglustöðinni á Húsavík fengu óvæntan glaðning þegar liðsmenn Kótelettufélags Íslands birtust þar með tilbúna kvöldmáltíð. Eldgosið við rætur Dyngjujökuls hefur nú staðið í meira en þrjár vikur. Heima í héraði hefur gosvaktin þó staðið í fimm vikur, eða frá 18. ágúst, þegar aðgerðastjórn tók til starfa á lögreglustöðinni á Húsavík undir forystu Svavars Pálssonar sýslumanns. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld var sýnt frá óvæntri heimsókn; hópi manna sem kom með kótelettur í raspi, kartöflur, grænar baunir, rauðkál og sultu, til að gleðja mannskapinn. Birgir Þór Þórðarson, einn þeirra sem mættu með matarbakkana, útskýrði heimsóknina með því að mennirnir á gosvaktinni ættu þetta inni. Þeir væru að vinna þörf þjóðfélagsverkefni og þeir þyrftu að fá eitthvað að borða. Þeir kynntu sig sem Kótelettufélag Íslands, - en rætur þess liggja í Reykjahverfi sunnan Húsavíkur, - og sögðu þeir að með þessu framtaki vildu þeir leggja sitt af mörkum. Svavar Pálsson sýslumaður sagði samfélagið fyrir norðan virðast sýna störfum þeirra mikinn skilning. Þeir fengju allskonar heimsóknir, gott fólk kæmi með bakkelsi og nú væru ungir sveinar mættir frá Kótelettufélagi Íslands með fullbúna máltíð. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld var meira sagt frá kótelettuveislunni og heilsað upp á fleira fólk fyrir norðan sem staðið hefur í eldlínu eldgossins.
Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Um land allt Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira