Íslenski boltinn

Pablo Punyed mætir Falcao og James Rodriguez

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pablo Punyed hefur leikið vel með Stjörnunni á tímabilinu.
Pablo Punyed hefur leikið vel með Stjörnunni á tímabilinu. Vísir/Daníel
Stjörnumaðurinn Pablo Punyed hefur verið valinn í landsliðshóp El Salvadors sem mætir Kólumbíu og Ekvador í vináttulandsleikjum í næsta mánuði. Þetta kemur fram á Twitter-síðu Stjörnunnar.

Leikurinn gegn Kólumbíu verður á útivelli 11. október, en þremur dögum síðar tekur El Salvador á móti Ekvador.

Punyed, sem er 24 ára, hefur leikið á Íslandi síðastliðin þrjú ár, fyrst með Fjölni, þá Fylki og loks Stjörnunni sem hann gekk til liðs við fyrir tímabilið. Hann hefur verið fastamaður í liði Stjörnunnar á tímabilinu.

Í ágúst var Punyed valinn í æfingahóp El Salvadors fyrir Mið-Ameríkukeppnina. Hann komst þó ekki í lokahópinn.


Tengdar fréttir

Punyed og Zato valdir í landslið El Salvador og Tógó

Pablo Punyed var valinn í fyrsta sinn í æfingarhóp El Salvadors fyrir Mið-Ameríkukeppnina sem fer fram í Bandaríkjunum í næsta mánuði. Þá var Farid-Zato valinn í landslið Tógó fyrir landsleiki gegn Gíneu og Gana í undankeppni Afríkukeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×