Apple hjálpar notendum að losa sig við U2 Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2014 19:12 Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, og U2 á kynningunni. Vísir/AFP Á kynningu Apple á Apple Watch og iPhone 6 og 6 plus þann 9. september síðastliðinn, steig hljómsveitin U2 á svið og flutti nýtt lag af plötunni Songs of Innocence. Eftir kynninguna urðu árvökulir notendur iTunes tónlistarspilarans varir við að plötunni hafði verið niðurhalað í tölvu þeirra. Án kostnaðar, en þó án samþykkis. Margir hverjir kunnu þó ekki að meta þetta framlag Apple. Einhverjir settur sig í samband við fyrirtækið því þau kunnu ekki að eyða lögunum af tölvum sínum. „Hluti viðskiptavina okkar óskuðu eftir leiðum til að eyða Songs of Innocence úr tölvum sínum,“ hefur BBC eftir Adam Howorth, talsmanni Apple. Fyrirtækið útbjó því einfalda leið svo notendur gætu auðveldlega eytt lögunum. Fimm hundruð milljónir manna í 119 löndum fengu ókeypis aðgang að lögum U2. Bono, söngvari U2, skrifaði á heimasíðu hljómsveitarinnar að margir sem hafi aldrei áður hlustað á lög þeirra gætu gert það nú. Þar tók hann fram að Apple hafi greitt fyrir ómakið. BBC telur að samstarf Apple við U2 hafi kostað allt að hundrað milljónir dala, eða um tólf milljarða króna. Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Fleiri fréttir Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Á kynningu Apple á Apple Watch og iPhone 6 og 6 plus þann 9. september síðastliðinn, steig hljómsveitin U2 á svið og flutti nýtt lag af plötunni Songs of Innocence. Eftir kynninguna urðu árvökulir notendur iTunes tónlistarspilarans varir við að plötunni hafði verið niðurhalað í tölvu þeirra. Án kostnaðar, en þó án samþykkis. Margir hverjir kunnu þó ekki að meta þetta framlag Apple. Einhverjir settur sig í samband við fyrirtækið því þau kunnu ekki að eyða lögunum af tölvum sínum. „Hluti viðskiptavina okkar óskuðu eftir leiðum til að eyða Songs of Innocence úr tölvum sínum,“ hefur BBC eftir Adam Howorth, talsmanni Apple. Fyrirtækið útbjó því einfalda leið svo notendur gætu auðveldlega eytt lögunum. Fimm hundruð milljónir manna í 119 löndum fengu ókeypis aðgang að lögum U2. Bono, söngvari U2, skrifaði á heimasíðu hljómsveitarinnar að margir sem hafi aldrei áður hlustað á lög þeirra gætu gert það nú. Þar tók hann fram að Apple hafi greitt fyrir ómakið. BBC telur að samstarf Apple við U2 hafi kostað allt að hundrað milljónir dala, eða um tólf milljarða króna.
Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Fleiri fréttir Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira