Argentínumaðurinn Carlos Tevez skoraði sín fyrstu Evrópumörk í fimm ár gegn Malmö í gær.
Tevez skoraði bæði mörk Juventus í 2-0 sigri á sænska liðinu.
Þjálfari liðsins, Massimo Allegri, hrósaði Tevez í hástert eftir leikinn og fór ekki leynt með mikilvægi hans í liðinu.
„Tevez er gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir allt liðið. Sem betur fer spilar hann fyrir Juventus," sagði Allegri eftir leikinn.
Þjálfarinn segir að sitt lið eigi mikið inni og muni bæta sig eftir því sem líður á veturinn.
„Það er allt til staðar að ná árangri en mér finnst við geta bætt okkur mikið."
Sem betur fer er Tevez í Juventus

Tengdar fréttir

Tévez sá um Svíana | Öll úrslitin í Meistaradeildinni
Olympiacos vann óvæntan sigur á Spánarmeisturum Atlético Madrid í Grikklandi.