Birgir Leifur fer vel af stað Kristinn Páll Teitsson skrifar 3. september 2014 18:15 Birgir Leifur, hér á Íslandsmótinu í höggleik. Vísir/Daníel Birgir Leifur Hafþórsson lék frábærlega á fyrsta keppnisdegi Willis Masters í dag en mótið er hluti af Nodrea atvinnumótaröðinni. Birgir Leifur sem varð Íslandsmeistari í höggleik fyrr í sumar lék frábært golf á fyrsta keppnisdeginum en hann fékk sex fugla á seinni 9 holunum á Kokkedal vellinum í Danmörku. Birgir lék seinni níu holurnar á 30 höggum og hringinn á 67 höggum, fimm höggum undir pari eftir að hafa fengið einn fugl og tvo skolla á fyrri níu. Birgir Leifur er í 9. sæti á mótinu, fjórum höggum á eftir efsta manni. Axel Bóasson úr Keili og Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum eru einnig meðal þátttakenda á mótinu. Axel byrjaði daginn vel og var þremur höggum undir pari eftir fjórtán holur en fékk tvo skolla á síðustu fjórum holunum og lauk leik í dag á einu höggi undir pari. Ólafur átti ekki góðan dag en hann byrjaði á tveimur skollum og lék í heildina á sex höggum yfir pari. Golf Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson lék frábærlega á fyrsta keppnisdegi Willis Masters í dag en mótið er hluti af Nodrea atvinnumótaröðinni. Birgir Leifur sem varð Íslandsmeistari í höggleik fyrr í sumar lék frábært golf á fyrsta keppnisdeginum en hann fékk sex fugla á seinni 9 holunum á Kokkedal vellinum í Danmörku. Birgir lék seinni níu holurnar á 30 höggum og hringinn á 67 höggum, fimm höggum undir pari eftir að hafa fengið einn fugl og tvo skolla á fyrri níu. Birgir Leifur er í 9. sæti á mótinu, fjórum höggum á eftir efsta manni. Axel Bóasson úr Keili og Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum eru einnig meðal þátttakenda á mótinu. Axel byrjaði daginn vel og var þremur höggum undir pari eftir fjórtán holur en fékk tvo skolla á síðustu fjórum holunum og lauk leik í dag á einu höggi undir pari. Ólafur átti ekki góðan dag en hann byrjaði á tveimur skollum og lék í heildina á sex höggum yfir pari.
Golf Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira