Portúgalinn Tiago, miðjumaður Atletico Madrid, segir að hann hafi hafnað frábæru tilboði Chelsea í sumar. Tiago lék með Chelsea á árum áður.
Samningur Atletico Madrid rann út í sumar og var enska stórliðið áhugasamt að fá Portúgalann til Lundúna.
„Sumarið var mjög erfitt. Undir lok síðasta tímabils fékk ég frábært tilboð frá Chelsea og ég hugsaði vel og vandlega um það," sagði Tiago við AS blaðið.
Tiago spilaði eitt tímabil með Chelsea, tímabilið 2004-2005, en hann hefur einnig spilað með Juventus, Lyon, Benfica og Braga.
„Ég talaði við Diego Simeone (þjálfara Atletico Madrid) og hann sagði við mig að hann vildi halda mér. Frá þeirri stundu kom ekkert annað til greina en að vera áfram í Atletico."
„Ég er mjög ánægður og þakklátur fyrir allt hjá félaginu. Ég mun gera allt fyrir félagið til að endurgjalda það sem félagið hefur gert fyrir mig," sagði Tiago að lokum.
Tiago: Fékk mjög gott tilboð frá Chelsea
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið





Guðrún kveður Rosengård
Fótbolti

Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn



Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City
Enski boltinn
